Rómantískur Stefán Máni 12. nóvember 2008 06:00 Rómantískur inn við beinið Stefán Máni opinberaði nýja hlið á sér í gærmorgun þegar hann sendi unnustu sinni ástarjátningu í gegnum smáauglýsingu í Fréttablaðinu. fRÉTTABLAÐIÐ/gva fréttablaðið/gva Glæpasagnahöfundurinn Stefán Máni virðist við fyrstu sýn ekki vera hinn dæmigerði mjúki maður. Sögur hans eru uppfullar af hörkutólum og ofbeldisseggjum. Og sjálfur stundar rithöfundurinn sund í köldum sjó, skartar stórglæsilegum húðflúrum og lætur sér fátt fyrir brjósti brenna. En í smáauglýsingadálki Fréttablaðsins í gær sýndi Stefán Máni að hann er kannski ekki allur þar sem hann er séður. Því þar birtist ástarjátning skáldsins til unnustu hans, Þórdísar Filipsdóttur. „Ég er bara ástfanginn maður og þetta er svo sannarlega tíminn til að sýna það,“ segir Stefán í samtali við Fréttablaðið. Stefán segist hafa fundið til einhverrar löngunar til að koma konu sinni á óvart. Og fannst þetta vera besta ráðið. „Ég færði henni blaðið í rúmið og sagði henni að kíkja á einkamálaauglýsingarnar,“ útskýrir Stefán og er augljóslega nokkuð sáttur með uppátækið sitt. Hann bætir því svo við að þetta sé ekkert bónorð í beinni, því hann hafi beðið hennar fyrir nokkru. Og fengið já-svarið. Stefán viðurkennir að fyrir nokkrum árum hefði hann kannski verið smeykur við að gera eitthvað í líkingu við þetta. En nú sé hann algjörlega óhræddur. „Ég vil líka vera „spontant“. Það er svo auðvelt að gera eitthvað svona á konudaginn. Ég vil miklu frekar rækta ástina hina 364 daga ársins,“ segir Stefán. Það má svo fylgja sögunni að Þórdís tók þessu uppátæki ákaflega vel.- fgg Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Glæpasagnahöfundurinn Stefán Máni virðist við fyrstu sýn ekki vera hinn dæmigerði mjúki maður. Sögur hans eru uppfullar af hörkutólum og ofbeldisseggjum. Og sjálfur stundar rithöfundurinn sund í köldum sjó, skartar stórglæsilegum húðflúrum og lætur sér fátt fyrir brjósti brenna. En í smáauglýsingadálki Fréttablaðsins í gær sýndi Stefán Máni að hann er kannski ekki allur þar sem hann er séður. Því þar birtist ástarjátning skáldsins til unnustu hans, Þórdísar Filipsdóttur. „Ég er bara ástfanginn maður og þetta er svo sannarlega tíminn til að sýna það,“ segir Stefán í samtali við Fréttablaðið. Stefán segist hafa fundið til einhverrar löngunar til að koma konu sinni á óvart. Og fannst þetta vera besta ráðið. „Ég færði henni blaðið í rúmið og sagði henni að kíkja á einkamálaauglýsingarnar,“ útskýrir Stefán og er augljóslega nokkuð sáttur með uppátækið sitt. Hann bætir því svo við að þetta sé ekkert bónorð í beinni, því hann hafi beðið hennar fyrir nokkru. Og fengið já-svarið. Stefán viðurkennir að fyrir nokkrum árum hefði hann kannski verið smeykur við að gera eitthvað í líkingu við þetta. En nú sé hann algjörlega óhræddur. „Ég vil líka vera „spontant“. Það er svo auðvelt að gera eitthvað svona á konudaginn. Ég vil miklu frekar rækta ástina hina 364 daga ársins,“ segir Stefán. Það má svo fylgja sögunni að Þórdís tók þessu uppátæki ákaflega vel.- fgg
Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira