Mengun ógnar Ólympíuleikunum 13. júlí 2008 00:01 munur Þessi samsetta mynd sýnir dagamun á mengun í Kína. Myndirnar eru teknar með þriggja daga millibili, mánuði fyrir leikana. fréttablaðið/afp Kínverjar þurfa að huga að mörgu fyrir Ólympíuleikana sem hefjast átta mínútur og átta sekúndur yfir átta þann áttunda ágúst 2008. Hryðjuverkaógn er ein af meginhættunum en loftmengun veldur ekki minna fjaðrafoki. Peking er meðal menguðustu borga heims og með fleiri bílum og vaxandi iðnaði verður ógnin alltaf meiri og meiri. „Vissulega þá höfum við hugsað um þetta,“ segir Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ. „Við erum þó fullvissuð um á öllum þeim fundum sem við höfum verið á að þetta verði ekki vandamál. Þetta snertir íslensku keppendurna raunar ekkert sérstaklega mikið. Allt frjálsíþróttafólkið okkar verður að keppa úti en allir aðrir inni,“ sagði Líney. Stjórnvöld í Kína eru með áætlun sem hreinlega verður að ganga upp. Þegar Peking óskaði þess að halda leikana árið 2001 lofuðu stjórnvöld því að allt yrði með felldu sjö árum síðar. „Loft og vatn verður innan þeirra hættumarka sem Heilsumálastofnunin (WHO) telur eðlileg í Peking.“ Svo er nú ekki. „Fulltrúar frá Alþjóða Ólympíunefndinni segja að þetta geti komið þolgreinunum við, ef þeir telja að þetta sé yfir mörkunum þá verður þeim bara frestað eða einfaldlega lagðar af. Til dæmis maraþonið,“ segir Líney. Stjórnvöld hafa áhyggjur. Mælingar sýna að dagamunur er mismunandi, stundum hefur leyfilegt magn mengunar verið fjórfalt yfir hættumörkum. Sjaldan fór mengunin undir mörkin. Neyðaraðgerðir stjórnvalda hafa þegar verið skipulagðar og fara þær í gang 20. júlí. Í þeim felst að loka götum í hálfri borginni til að stoppa bílaumferð, stöðva allar framkvæmdir við nýbyggingar og loka fjölda verksmiðja. Meira að segja verður bannað að spreyja utandyra eftir þennan dag. Borgin hefur því nítján daga til að hreinsa sig áður en leikarnir hefjast. Ef neyðaraðgerðin virkar ekki verður gengið enn lengra. Stjórnvöld hafa þó ekki gefið út nákvæmlega hvað þær aðgerðir fela í sér. Ljóst þykir að ef neyðaraðgerðirnar virka ekki bíða bæði Ólympíuleikarnir og Kína mikla hnekki, sérstaklega ef aflýsa þarf greinum á borð við maraþonið og hjólreiðar. Kínverjar treysta einnig á að fá fleiri rigningardaga nú í júlí sem hjálpar til við að hreinsa loftið í borginni. Allir keppendur geta fylgst vel með menguninni á sérstökum eftirlitsstöðvum víðsvegar um borgina. „Auk þess verður læknalið frá alþjóða Ólympíunefndinni sem fylgist með mælunum, það verða því ekki bara Kínverjar. Við getum fylgst með mælingunum á hverjum degi,“ sagði Líney. Erlendar Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Fleiri fréttir „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Strákarnir ferskir á æfingu í Zagreb Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Enn í fýlu: Vill ekki fórna fríinu og finnst óspennandi að keppa í Hollandi Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Dagur og Aron mætast í kvöld og gætu mætt Íslandi Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Svona verður Ísland heimsmeistari Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Karfan er æði en lífið er skítt“ „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Dagskráin í dag: Akureyringar mæta á Krókinn, þýski boltinn og Körfuboltakvöld Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Sjá meira
Kínverjar þurfa að huga að mörgu fyrir Ólympíuleikana sem hefjast átta mínútur og átta sekúndur yfir átta þann áttunda ágúst 2008. Hryðjuverkaógn er ein af meginhættunum en loftmengun veldur ekki minna fjaðrafoki. Peking er meðal menguðustu borga heims og með fleiri bílum og vaxandi iðnaði verður ógnin alltaf meiri og meiri. „Vissulega þá höfum við hugsað um þetta,“ segir Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ. „Við erum þó fullvissuð um á öllum þeim fundum sem við höfum verið á að þetta verði ekki vandamál. Þetta snertir íslensku keppendurna raunar ekkert sérstaklega mikið. Allt frjálsíþróttafólkið okkar verður að keppa úti en allir aðrir inni,“ sagði Líney. Stjórnvöld í Kína eru með áætlun sem hreinlega verður að ganga upp. Þegar Peking óskaði þess að halda leikana árið 2001 lofuðu stjórnvöld því að allt yrði með felldu sjö árum síðar. „Loft og vatn verður innan þeirra hættumarka sem Heilsumálastofnunin (WHO) telur eðlileg í Peking.“ Svo er nú ekki. „Fulltrúar frá Alþjóða Ólympíunefndinni segja að þetta geti komið þolgreinunum við, ef þeir telja að þetta sé yfir mörkunum þá verður þeim bara frestað eða einfaldlega lagðar af. Til dæmis maraþonið,“ segir Líney. Stjórnvöld hafa áhyggjur. Mælingar sýna að dagamunur er mismunandi, stundum hefur leyfilegt magn mengunar verið fjórfalt yfir hættumörkum. Sjaldan fór mengunin undir mörkin. Neyðaraðgerðir stjórnvalda hafa þegar verið skipulagðar og fara þær í gang 20. júlí. Í þeim felst að loka götum í hálfri borginni til að stoppa bílaumferð, stöðva allar framkvæmdir við nýbyggingar og loka fjölda verksmiðja. Meira að segja verður bannað að spreyja utandyra eftir þennan dag. Borgin hefur því nítján daga til að hreinsa sig áður en leikarnir hefjast. Ef neyðaraðgerðin virkar ekki verður gengið enn lengra. Stjórnvöld hafa þó ekki gefið út nákvæmlega hvað þær aðgerðir fela í sér. Ljóst þykir að ef neyðaraðgerðirnar virka ekki bíða bæði Ólympíuleikarnir og Kína mikla hnekki, sérstaklega ef aflýsa þarf greinum á borð við maraþonið og hjólreiðar. Kínverjar treysta einnig á að fá fleiri rigningardaga nú í júlí sem hjálpar til við að hreinsa loftið í borginni. Allir keppendur geta fylgst vel með menguninni á sérstökum eftirlitsstöðvum víðsvegar um borgina. „Auk þess verður læknalið frá alþjóða Ólympíunefndinni sem fylgist með mælunum, það verða því ekki bara Kínverjar. Við getum fylgst með mælingunum á hverjum degi,“ sagði Líney.
Erlendar Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Fleiri fréttir „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Strákarnir ferskir á æfingu í Zagreb Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Enn í fýlu: Vill ekki fórna fríinu og finnst óspennandi að keppa í Hollandi Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Dagur og Aron mætast í kvöld og gætu mætt Íslandi Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Svona verður Ísland heimsmeistari Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Karfan er æði en lífið er skítt“ „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Dagskráin í dag: Akureyringar mæta á Krókinn, þýski boltinn og Körfuboltakvöld Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Sjá meira
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti