Gylfi semur um Breiðavík 9. september 2008 05:00 Breiðavíkurmálið er mörgum hugleikið Gylfi Ægisson hefur samið ljóð. Breiðavíkurmálið hefur verið flestum landsmönnum hugleikið. Gylfi Ægisson hefur nú samið ljóð um Breiðavíkurdrengina, sem hann kallar einfaldlega Breiðavíkurdrengirnir. Í Breiðavík þeir brutu niður drengi, brenndu fyrir lífstíð þeirra sál. Viðgekkst þessi kúgun vel og lengi, Enda yfirmanna leyndarmál. Ekki máttu í þeim heyrast hljóðin, við því kunnu kvalararnir ráð. þeir börðu þá til hlýðni til að slóðin, Þeirra yrði af yfirborði máð. Kirkju börnin byggðu upp frá grunni, böðlum að biðjast fyrir í. Þeir vildu sýna það í þykjustunni, Þeir tryðu á Guð og færu eftir því. Á nóttinni þeir notuðu svo börnin, nætursvefninn þeirra lítill var. Lítið veitt á móti var þá vörnin, enda ólíku að jafna þar. En upp komst þetta allt og þjóðin frétti, í hvelli lamdi hún hnefanum í borð. Almenningur vildi þetta ekki, að framin væru á börnum sálarmorð. Yfirvaldið ei gat tárum varist, að svona nokkuð gæti hérna gerst. Í nafni réttlætis yrði nú barist, unnið yrði úr málinu sem best. Drengjunum nú yrðu bætur bættar, bæta yrði öllum þeirra mein. Enda sálir þeirra sundur tættar, og aðrar farnar burtu ein og ein. Vinir þeirra fyrir eigin hendi, úr heimi þessum horfnir voru á braut. Á líf sett vildu frekar binda endi, En lifa áfram slíka sálar þraut. Eflaust fá þeir ekki háar bætur, ef miða á við sambærileg mál. í myrkrinu enn litla barnið grætur, verið er að eyðileggja sál. Á endanum samt alla dæmir Drottinn, ekkert okkar sleppur víst frá því. Undan honum kemst sko enginn hrottinn, endar sem sagt vítis logum í. Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Breiðavíkurmálið hefur verið flestum landsmönnum hugleikið. Gylfi Ægisson hefur nú samið ljóð um Breiðavíkurdrengina, sem hann kallar einfaldlega Breiðavíkurdrengirnir. Í Breiðavík þeir brutu niður drengi, brenndu fyrir lífstíð þeirra sál. Viðgekkst þessi kúgun vel og lengi, Enda yfirmanna leyndarmál. Ekki máttu í þeim heyrast hljóðin, við því kunnu kvalararnir ráð. þeir börðu þá til hlýðni til að slóðin, Þeirra yrði af yfirborði máð. Kirkju börnin byggðu upp frá grunni, böðlum að biðjast fyrir í. Þeir vildu sýna það í þykjustunni, Þeir tryðu á Guð og færu eftir því. Á nóttinni þeir notuðu svo börnin, nætursvefninn þeirra lítill var. Lítið veitt á móti var þá vörnin, enda ólíku að jafna þar. En upp komst þetta allt og þjóðin frétti, í hvelli lamdi hún hnefanum í borð. Almenningur vildi þetta ekki, að framin væru á börnum sálarmorð. Yfirvaldið ei gat tárum varist, að svona nokkuð gæti hérna gerst. Í nafni réttlætis yrði nú barist, unnið yrði úr málinu sem best. Drengjunum nú yrðu bætur bættar, bæta yrði öllum þeirra mein. Enda sálir þeirra sundur tættar, og aðrar farnar burtu ein og ein. Vinir þeirra fyrir eigin hendi, úr heimi þessum horfnir voru á braut. Á líf sett vildu frekar binda endi, En lifa áfram slíka sálar þraut. Eflaust fá þeir ekki háar bætur, ef miða á við sambærileg mál. í myrkrinu enn litla barnið grætur, verið er að eyðileggja sál. Á endanum samt alla dæmir Drottinn, ekkert okkar sleppur víst frá því. Undan honum kemst sko enginn hrottinn, endar sem sagt vítis logum í.
Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira