Gengi evrópskra banka á uppleið 17. júlí 2008 09:39 Wells Fargo. Góð afkoma bankans á öðrum fjórðungi hefur smitað út frá sér á hlutabréfamarkaði víða um heim. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa hefur almennt hækkað á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag eftir stökk vestanhafs í gærkvöldi. Hækkunina má að mestu leyti rekja til góðrar afkomu bandaríska bankans Wells Fargo á öðrum fjórðungi. Þótt hagnaður bankans hafi dregist saman um rúm 20 prósent á milli ára á öðrum fjórðungi ársins var afkoman talsvert yfir væntingum. Mestu munar um hátt hlutfall vanskila á lánum. Bankinn á hins vegar ekkert af undirmálslánum, sem skekið hafa bandarískt fjármálakerfi undanfarið. Gengi bréfa í Wells Fargo rauk upp um 32,8 prósent eftir að afkomutölurnar lágu fyrir. Svipuðu máli gegndi um gengi fjölmargra annarra banka vestanhafs í gær. Þessi þróun hefur smitað út frá sér til Evrópu í dag, að sögn Bloomberg-fréttaveitunnar. FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur hækkað um 1,47 prósent, Dax-vísitalan í Þýskalandi um 1,16 prósent og CAC-40 vísitalan í Frakklandi um 1,42 prósent. Þá hefur nokkur hækkun verið á norrænum hlutabréfamörkuðum í morgun en samnorræna hlutabréfavísitalan OMX-40 hefur hækkað um 2,15 prósent. Mest er hækkunin í kauphöllinni í Stokkhólmi í Svíþjóð en vísitalan þar í landi hefur hækkað um 2,35 prósent. C-20 vísitalan í Danmörku hefur hækkað um 1,93 og vísitalan í Finnlandi um 1,11 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gengi hlutabréfa hefur almennt hækkað á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag eftir stökk vestanhafs í gærkvöldi. Hækkunina má að mestu leyti rekja til góðrar afkomu bandaríska bankans Wells Fargo á öðrum fjórðungi. Þótt hagnaður bankans hafi dregist saman um rúm 20 prósent á milli ára á öðrum fjórðungi ársins var afkoman talsvert yfir væntingum. Mestu munar um hátt hlutfall vanskila á lánum. Bankinn á hins vegar ekkert af undirmálslánum, sem skekið hafa bandarískt fjármálakerfi undanfarið. Gengi bréfa í Wells Fargo rauk upp um 32,8 prósent eftir að afkomutölurnar lágu fyrir. Svipuðu máli gegndi um gengi fjölmargra annarra banka vestanhafs í gær. Þessi þróun hefur smitað út frá sér til Evrópu í dag, að sögn Bloomberg-fréttaveitunnar. FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur hækkað um 1,47 prósent, Dax-vísitalan í Þýskalandi um 1,16 prósent og CAC-40 vísitalan í Frakklandi um 1,42 prósent. Þá hefur nokkur hækkun verið á norrænum hlutabréfamörkuðum í morgun en samnorræna hlutabréfavísitalan OMX-40 hefur hækkað um 2,15 prósent. Mest er hækkunin í kauphöllinni í Stokkhólmi í Svíþjóð en vísitalan þar í landi hefur hækkað um 2,35 prósent. C-20 vísitalan í Danmörku hefur hækkað um 1,93 og vísitalan í Finnlandi um 1,11 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira