Píanóverk Þorkels í Salnum 6. september 2008 04:00 Píanistinn og tónskáldið. Kristín Jónína Taylor og Þorkell Sigurbjörnsson við æfingar í Salnum.Fréttablaðið/Arnþór Tónleikar til heiðurs tónskáldinu Þorkeli Sigurbjörnssyni sjötugum fara fram í Salnum annað kvöld. Þar mun píanóleikarinn Kristín Jónína Taylor leika öll verk Þorkels fyrir píanó. Kristín, sem á ættir að rekja bæði til Íslands og Bandaríkjanna, er prófessor við Waldorf College í Iowa-ríki og deildarstjóri tónlistardeildar skólans. Hún hefur mikið fjallað um norræna tónlist á fræðilegum vettvangi; doktorsritgerð hennar fjallaði um píanókonsert Jóns Nordal og hún hefur einnig lagt áherslu á að flytja norræna tónlist á tónleikum sínum. „Ég kynntist Þorkeli fyrir nokkrum árum þegar ég var stödd hér á landi við rannsóknarvinnu,“ segir Kristín. „Það leið ekki á löngu þar til ég heillaðist algerlega af verkum hans; sérlega kann ég að meta húmorinn sem er gegnumgangandi í tónlistinni.“ Kristín kveður það afar ánægjulegt að fá tækifæri til þess að heiðra Þorkel á þessum tímamótum. „Ég held að allir íslenskir tónlistarmenn hafi orðið fyrir áhrifum frá Þorkeli og að áhrif hans á íslenskt menningarlíf séu meiri en margan grunar. Til að mynda hafa flestir Íslendingar sem hafa farið í kirkju sungið sálm eftir hann. Það er mér því mikill heiður og sannkölluð ánægja að fá að leika tónlist hans við þetta tækifæri.“ Tónleikarnir hefjast kl. 20 annað kvöld. Miðaverð er 2.500 kr.- vþ Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Tónleikar til heiðurs tónskáldinu Þorkeli Sigurbjörnssyni sjötugum fara fram í Salnum annað kvöld. Þar mun píanóleikarinn Kristín Jónína Taylor leika öll verk Þorkels fyrir píanó. Kristín, sem á ættir að rekja bæði til Íslands og Bandaríkjanna, er prófessor við Waldorf College í Iowa-ríki og deildarstjóri tónlistardeildar skólans. Hún hefur mikið fjallað um norræna tónlist á fræðilegum vettvangi; doktorsritgerð hennar fjallaði um píanókonsert Jóns Nordal og hún hefur einnig lagt áherslu á að flytja norræna tónlist á tónleikum sínum. „Ég kynntist Þorkeli fyrir nokkrum árum þegar ég var stödd hér á landi við rannsóknarvinnu,“ segir Kristín. „Það leið ekki á löngu þar til ég heillaðist algerlega af verkum hans; sérlega kann ég að meta húmorinn sem er gegnumgangandi í tónlistinni.“ Kristín kveður það afar ánægjulegt að fá tækifæri til þess að heiðra Þorkel á þessum tímamótum. „Ég held að allir íslenskir tónlistarmenn hafi orðið fyrir áhrifum frá Þorkeli og að áhrif hans á íslenskt menningarlíf séu meiri en margan grunar. Til að mynda hafa flestir Íslendingar sem hafa farið í kirkju sungið sálm eftir hann. Það er mér því mikill heiður og sannkölluð ánægja að fá að leika tónlist hans við þetta tækifæri.“ Tónleikarnir hefjast kl. 20 annað kvöld. Miðaverð er 2.500 kr.- vþ
Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið