Commerzbank kaupir Dresdner Bank 1. september 2008 13:33 Martin Blessing, forstjóri Commerzbank, ræðir hér við Michael Diekmann, forstjóra Alliance, og Herbert Walter, forstjóra Dresdner Bank í dag. Mynd/AFP Þýski risabankinn Commerzbank ákvað í gær að kaupa landa sinn Dresdner-banka. Kaupverð nemur 9,8 milljörðum evra, jafnvirði 1.200 milljörðum íslenskra króna. Viðskiptin gera Commerzbank að öðrum umsvifamesta banka Þýskalands á eftir Deutsche Bank. Til að byrja með kaupir Commerzbank sextíu prósenta hlut í Dresdner Bank í skiptum fyrir hlutabréf. Seljandi, sem er þýski tryggingarisinn Alliance, fær 30 prósenta hlut í Commerzbank að verðmæti 3,2 milljarðar evra, og verður umsvifamesti hluthafi bankans í kjölfarið. Commerzbank stefnir á að ljúka kaupunum á afgangi bankabréfanna fyrir lok næsta árs. Starfsmenn beggja banka munu, þegar kaupin ganga í gegn, verða sextíu þúsund talsins og viðskiptavinir tólf milljónir. Útibú bankans verða átján hundruð. Vefútgáfa þýska dagblaðsins Spiegel segir kaupin styrkja mjög þýskan fjármálaheim í kjölfar óróleika á alþjóðlegum mörkuðum. Óvíst sé hins vegar hvað leynist í bókum Dresdner-banka en bankinn situr á miklu magni skuldabréfa og lánum, sem tengjast fasteignum beggja vegna Atlantsála. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Þýski risabankinn Commerzbank ákvað í gær að kaupa landa sinn Dresdner-banka. Kaupverð nemur 9,8 milljörðum evra, jafnvirði 1.200 milljörðum íslenskra króna. Viðskiptin gera Commerzbank að öðrum umsvifamesta banka Þýskalands á eftir Deutsche Bank. Til að byrja með kaupir Commerzbank sextíu prósenta hlut í Dresdner Bank í skiptum fyrir hlutabréf. Seljandi, sem er þýski tryggingarisinn Alliance, fær 30 prósenta hlut í Commerzbank að verðmæti 3,2 milljarðar evra, og verður umsvifamesti hluthafi bankans í kjölfarið. Commerzbank stefnir á að ljúka kaupunum á afgangi bankabréfanna fyrir lok næsta árs. Starfsmenn beggja banka munu, þegar kaupin ganga í gegn, verða sextíu þúsund talsins og viðskiptavinir tólf milljónir. Útibú bankans verða átján hundruð. Vefútgáfa þýska dagblaðsins Spiegel segir kaupin styrkja mjög þýskan fjármálaheim í kjölfar óróleika á alþjóðlegum mörkuðum. Óvíst sé hins vegar hvað leynist í bókum Dresdner-banka en bankinn situr á miklu magni skuldabréfa og lánum, sem tengjast fasteignum beggja vegna Atlantsála.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira