Tveir módernistar 2. október 2008 04:00 Með áhrifameiri íslenskum myndlistarmönnum. Sýning á verkum eftir þá Sigurjón Ólafsson og Þorvald Skúlason verður opnuð í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, nú á laugardag kl. 15. Yfirskrift sýningarinnar er Tveir módernistar. Verkin á sýningunni eru fengin að láni frá Listasafni Háskóla Íslands og Listasafni Sigurjóns Ólafssonar og eru safnstjórar þessara safna, þær Auður A. Ólafsdóttir og Birgitta Spur, jafnframt sýningarstjórar sýningarinnar í Hafnarborg. Að sögn Birgittu var hvatinn að baki sýningunni hundrað ára fæðingarafmæli Sigurjóns nú í ár. „Okkur langaði til að heiðra þessi tímamót með einhverjum hætti. Þeir Sigurjón og Þorvaldur voru svo gott sem jafnaldra og sýndu mikið saman á sínum tíma, bæði hér heima og í Danmörku, og því þótti okkur upplagt að efna til enn einnar samsýningar þeirra." Eins og íslenskt listaáhugafólk veit voru þeir Sigurjón Ólafsson myndhöggvari og Þorvaldur Skúlason listmálari í hópi framsæknustu listamanna sinnar samtíðar og á rúmlega hálfrar aldar starfsferli sínum beindu þeir nýjum módernískum straumum inn í íslenska myndlist á 20. öld. Það kemur því vart á óvart að sýningarstjórarnir höfðu módernískar forsendur að leiðarljósi við val verka á sýninguna. „Það er afar áhugavert að skoða framlag þeirra Sigurjóns og Þorvalds til módernískrar listar hér á landi," segir Birgitta. „Þeir höfðu um margt svipaða nálgun og svipaðan bakgrunn, unnu til að mynda báðir með klassíska myndbyggingu og svipuð minni koma ítrekað fyrir í verkum þeirra, til að mynda sjómennskan. En verk þeirra eru þó jafnframt afar ólík; það er meira sprell í verkum Þorvaldar og hann hreyfir sig frjálslegar á milli efna og mótíva en Sigurjón." Á meðal verka á sýningunni eru sannkölluð lykilverk frá ferlum listamannanna tveggja en jafnframt kennir nýrra grasa. Þannig koma á sýningunni í fyrsta sinn fyrir almenningssjónir um eitt hundrað vinnuteikningar eftir Þorvald. Birgitta segir sérlega ánægjulegt að geta sett saman sýningu sem býður gestum upp á að upplifa samtal á milli verka þeirra Sigurjóns og Þorvalds, ekki síst þar sem áhrifa þeirra gætir enn víða í myndlist í dag. „Ég sé áhrif Sigurjóns enn þann dag í dag, til að mynda þegar listamenn prófa sig áfram með að vinna í við og önnur efni sem hann notaði gjarnan. Það sama mætti segja um Þorvald og verk hans, auk þess sem hann hafði mikla ánægju af því að kenna og útskýra og hefur því vafalaust opnað augu margra fyrir nútímalist." Sýningin Tveir módernistar verður opnuð í Hafnarborg á laugardag kl. 15 og stendur til 9. nóvember. vigdis@frettabladid.is Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Sýning á verkum eftir þá Sigurjón Ólafsson og Þorvald Skúlason verður opnuð í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, nú á laugardag kl. 15. Yfirskrift sýningarinnar er Tveir módernistar. Verkin á sýningunni eru fengin að láni frá Listasafni Háskóla Íslands og Listasafni Sigurjóns Ólafssonar og eru safnstjórar þessara safna, þær Auður A. Ólafsdóttir og Birgitta Spur, jafnframt sýningarstjórar sýningarinnar í Hafnarborg. Að sögn Birgittu var hvatinn að baki sýningunni hundrað ára fæðingarafmæli Sigurjóns nú í ár. „Okkur langaði til að heiðra þessi tímamót með einhverjum hætti. Þeir Sigurjón og Þorvaldur voru svo gott sem jafnaldra og sýndu mikið saman á sínum tíma, bæði hér heima og í Danmörku, og því þótti okkur upplagt að efna til enn einnar samsýningar þeirra." Eins og íslenskt listaáhugafólk veit voru þeir Sigurjón Ólafsson myndhöggvari og Þorvaldur Skúlason listmálari í hópi framsæknustu listamanna sinnar samtíðar og á rúmlega hálfrar aldar starfsferli sínum beindu þeir nýjum módernískum straumum inn í íslenska myndlist á 20. öld. Það kemur því vart á óvart að sýningarstjórarnir höfðu módernískar forsendur að leiðarljósi við val verka á sýninguna. „Það er afar áhugavert að skoða framlag þeirra Sigurjóns og Þorvalds til módernískrar listar hér á landi," segir Birgitta. „Þeir höfðu um margt svipaða nálgun og svipaðan bakgrunn, unnu til að mynda báðir með klassíska myndbyggingu og svipuð minni koma ítrekað fyrir í verkum þeirra, til að mynda sjómennskan. En verk þeirra eru þó jafnframt afar ólík; það er meira sprell í verkum Þorvaldar og hann hreyfir sig frjálslegar á milli efna og mótíva en Sigurjón." Á meðal verka á sýningunni eru sannkölluð lykilverk frá ferlum listamannanna tveggja en jafnframt kennir nýrra grasa. Þannig koma á sýningunni í fyrsta sinn fyrir almenningssjónir um eitt hundrað vinnuteikningar eftir Þorvald. Birgitta segir sérlega ánægjulegt að geta sett saman sýningu sem býður gestum upp á að upplifa samtal á milli verka þeirra Sigurjóns og Þorvalds, ekki síst þar sem áhrifa þeirra gætir enn víða í myndlist í dag. „Ég sé áhrif Sigurjóns enn þann dag í dag, til að mynda þegar listamenn prófa sig áfram með að vinna í við og önnur efni sem hann notaði gjarnan. Það sama mætti segja um Þorvald og verk hans, auk þess sem hann hafði mikla ánægju af því að kenna og útskýra og hefur því vafalaust opnað augu margra fyrir nútímalist." Sýningin Tveir módernistar verður opnuð í Hafnarborg á laugardag kl. 15 og stendur til 9. nóvember. vigdis@frettabladid.is
Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið