Jólatónleikar þrátt fyrir áföll 28. október 2008 05:00 Björgvin hélt þrenna jólatónleika í Laugardalshöll í fyrra sem heppnuðust einstaklega vel. „Við ætlum að láta reyna á þetta og gera þetta eins flott og helst flottara í ár heldur en í fyrra. Við sláum ekkert af," segir Björgvin Halldórsson um jólatónleika sína sem verða haldnir í Laugardalshöll 6. desember. Stórskotalið söngvara mun stíga á svið með Björgvini, þar á meðal börnin hans Svala og Krummi, Kristján Jóhannsson, Páll Óskar, Sigga Beinteins og Raggi Bjarna. Björgvin hélt þrenna jólatónleika í Höllinni í fyrra frammi fyrir tíu þúsund áheyrendum og ákvað að láta kreppuna ekki koma í veg fyrir að leikurinn yrði endurtekinn í ár. „Það var alltaf hugmyndin að gera þetta að árlegum viðburði því þetta er búið að ganga svo vel. Svo gengu þessi ósköp yfir okkur öll og þá voru menn frekar óvissir um framhaldið. En við ákváðum samt sökum hvatningar frá fólki og annars að láta slag standa, halda góða jólatónleika og reyna að þjappa fólki saman," segir Björgvin, sem gefur á næstunni út fjögurra diska safnbox með jólaplötunum sínum. „Við verðum að halda áfram þrátt fyrir áföllin. Við Íslendingar erum ýmsu vanir og við eigum eftir að taka þetta á okkar breiðu bök." Björgvin segist ekki hafa farið illa út úr kreppunni og er þakklátur fyrir það. „Ég var ekki að spila í þessu lottói en það finna allir fyrir þessu. Þetta fer gífurlega í pirrurnar á mér og öðrum hvernig hefur spilast úr þessu, en hvað getur maður gert?" Forsala miða á tónleikana hefst á mánudaginn og er miðaverð á bilinu 4.900 til 9.900 krónur. - fb Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
„Við ætlum að láta reyna á þetta og gera þetta eins flott og helst flottara í ár heldur en í fyrra. Við sláum ekkert af," segir Björgvin Halldórsson um jólatónleika sína sem verða haldnir í Laugardalshöll 6. desember. Stórskotalið söngvara mun stíga á svið með Björgvini, þar á meðal börnin hans Svala og Krummi, Kristján Jóhannsson, Páll Óskar, Sigga Beinteins og Raggi Bjarna. Björgvin hélt þrenna jólatónleika í Höllinni í fyrra frammi fyrir tíu þúsund áheyrendum og ákvað að láta kreppuna ekki koma í veg fyrir að leikurinn yrði endurtekinn í ár. „Það var alltaf hugmyndin að gera þetta að árlegum viðburði því þetta er búið að ganga svo vel. Svo gengu þessi ósköp yfir okkur öll og þá voru menn frekar óvissir um framhaldið. En við ákváðum samt sökum hvatningar frá fólki og annars að láta slag standa, halda góða jólatónleika og reyna að þjappa fólki saman," segir Björgvin, sem gefur á næstunni út fjögurra diska safnbox með jólaplötunum sínum. „Við verðum að halda áfram þrátt fyrir áföllin. Við Íslendingar erum ýmsu vanir og við eigum eftir að taka þetta á okkar breiðu bök." Björgvin segist ekki hafa farið illa út úr kreppunni og er þakklátur fyrir það. „Ég var ekki að spila í þessu lottói en það finna allir fyrir þessu. Þetta fer gífurlega í pirrurnar á mér og öðrum hvernig hefur spilast úr þessu, en hvað getur maður gert?" Forsala miða á tónleikana hefst á mánudaginn og er miðaverð á bilinu 4.900 til 9.900 krónur. - fb
Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira