Erlent

Skosk gervihönd hlýtur MacRobert-verðlaunin

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Hermaður í Írak.
Hermaður í Írak. MYND/AP

Hönnuðum skoskrar gervihandar hafa verið veitt hin virtu MacRobert-verkfræðiverðlaun en höndin hefur meðal annars verið grædd á hermenn sem börðust í Írak.

Höndin gengur undir nafninu i-LIMB og ganga fingur hennar hver fyrir sínum aflgjafa. i-LIMB-höndin hefur þegar verið grædd á rúmlega tvö hundruð manns en hönnun hennar teygir anga sína aftur til ársins 1963 en þá var hún hluti af verkefni sem ætlað var að hjálpa börnum sem orðið höfðu fyrir áhrifum lyfsins talídómíðs en það olli vansköpun á útlimum.

Höndin gengur undir nafninu i-LIMB og ganga fingur hennar hver fyrir sínum aflgjafa. i-LIMB-höndin hefur þegar verið grædd á rúmlega tvö hundruð manns en hönnun hennar teygir anga sína aftur til ársins 1963 en þá var hún hluti af verkefni sem ætlað var að hjálpa börnum sem orðið höfðu fyrir áhrifum lyfsins talídómíðs en það olli vansköpun á útlimum.

Fyrirtækið Touch Bionics framleiðir höndina og varð hún hlutskörpust þegar MacRobert-verðlaunin 2008 voru veitt en keppinautarnir voru þrír. Ray Edwards var einn þeirra fyrstu sem höndin var grædd á. Edwards segist hafa fellt gleðitár þegar hann sá í fyrsta sinn í 21 ár sína eigin hönd opnast en hann hafði misst báðar hendurnar. Hann segist enn fremur ánægður með að geta nú sýnt hið kunna tákn - þumalinn upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×