Flýgur vals á AIM tónlistarhátíðinni á Akureyri 14. maí 2008 13:46 Arngrímur mun fljúga vals við setningu tónlistarhátíðarinnar. Hér er hann með sviffluguna góðu sem verður dansfélagi hans. Opnunaratriði AIM Festivals, alþjóðlegrar tónlistarhátíðar sem haldin verður á Akureyri dagana 12. til 16. júní næstkomandi, verður með dirfskulegra móti í ár. Þá mun Arngrímur Jóhannsson, flugkappi, dansa á svifflugvél sinni yfir miðbæ Akureyrar við undirspil vals, sem sérstaklega var saminn fyrir tónlistarhátíðina. Valsinum verður útvarpað beint í Síðdegisútvarpi Rásar 2, stundvíslega kl. 16.30, fimmtudaginn 12. júní, svo áhorfendur geta hlustað á lagið og fylgst með svifflugi Arngríms á meðan. Arngrímur, sem er sérlegur verndari tónlistarhátíðarinnar, segist með þessu dirfskufulla opnunaratriði, slá tvær flugur í einu höggi og sameina sín áhugamál; listflug og tónlist. Jón Hlöðver Áskelsson, tónskáld, samdi valsinn og Kristján Edelstein, tónlistarmaður, útsetti. AIM Festival er nú haldin í þriðja sinn á Akureyri. Þetta er alhliða tónlistarhátíð sem býður upp á breitt úrval tónlistar; popp, rokk, djass, pönk, blús og klassík. Í fyrra komu 90 tónlistarmenn frá 14 þjóðlöndum og hátíðin verður ekki síður glæsileg í ár þegar Akureyri mun iða af músík í fimm daga samfleytt. Meðal tónlistarmanna sem troða upp á AIM Festival í ár eru þýski trompetleikarinn Sebastian Studnitzky sem spilar sambland af djassi og poppi og er gjarnan líkt er við meistara Miles Davis og ástralska sveitin Hoodangers sem spilar létt og pönkað djass og hafa ekki síst vakið athygli fyrir kraftmikla og húmoríska sviðsframkomu. Hrund Ósk Árnadóttir, hin nýja íslenska blúsdrottning kemur fram með hljómsveitinni Park Projekt á Marínu á föstudag og ísfirski undradrengurinn Mugison spilar á sérstöku Kimi Records kvöldi á Græna hattinum á laugardag ásamt ungu poppurunum í Retro Stefson og gleðipönkurunum Helga og hljóðfæraleikurunum. Klassíkinni verða gerð mjög góð skil á AIM Festival. Mótettukórinn undir stjórn Harðar Áskelssonar flytur stórvirkið Vesper op 37 eftir Rachmaninov í Akureyrarkirkju á sunnudaginn en með þeim í för eru tveir rússneskir bassasöngvarar. Þá mun píanósnillingurinn Víkingur Heiðar Ólafsson flytja valsa eftir Brahms og Beethoven á flyglinum í Ketilhúsinu. Hin eina sanna akureyrska gleðihljómsveit, Hvanndalsbræður, munu síðan slá botninn í tónlistarhátíðina með tónleikum á Græna hattinum á mánudagskvöld. Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Fleiri fréttir Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Sjá meira
Opnunaratriði AIM Festivals, alþjóðlegrar tónlistarhátíðar sem haldin verður á Akureyri dagana 12. til 16. júní næstkomandi, verður með dirfskulegra móti í ár. Þá mun Arngrímur Jóhannsson, flugkappi, dansa á svifflugvél sinni yfir miðbæ Akureyrar við undirspil vals, sem sérstaklega var saminn fyrir tónlistarhátíðina. Valsinum verður útvarpað beint í Síðdegisútvarpi Rásar 2, stundvíslega kl. 16.30, fimmtudaginn 12. júní, svo áhorfendur geta hlustað á lagið og fylgst með svifflugi Arngríms á meðan. Arngrímur, sem er sérlegur verndari tónlistarhátíðarinnar, segist með þessu dirfskufulla opnunaratriði, slá tvær flugur í einu höggi og sameina sín áhugamál; listflug og tónlist. Jón Hlöðver Áskelsson, tónskáld, samdi valsinn og Kristján Edelstein, tónlistarmaður, útsetti. AIM Festival er nú haldin í þriðja sinn á Akureyri. Þetta er alhliða tónlistarhátíð sem býður upp á breitt úrval tónlistar; popp, rokk, djass, pönk, blús og klassík. Í fyrra komu 90 tónlistarmenn frá 14 þjóðlöndum og hátíðin verður ekki síður glæsileg í ár þegar Akureyri mun iða af músík í fimm daga samfleytt. Meðal tónlistarmanna sem troða upp á AIM Festival í ár eru þýski trompetleikarinn Sebastian Studnitzky sem spilar sambland af djassi og poppi og er gjarnan líkt er við meistara Miles Davis og ástralska sveitin Hoodangers sem spilar létt og pönkað djass og hafa ekki síst vakið athygli fyrir kraftmikla og húmoríska sviðsframkomu. Hrund Ósk Árnadóttir, hin nýja íslenska blúsdrottning kemur fram með hljómsveitinni Park Projekt á Marínu á föstudag og ísfirski undradrengurinn Mugison spilar á sérstöku Kimi Records kvöldi á Græna hattinum á laugardag ásamt ungu poppurunum í Retro Stefson og gleðipönkurunum Helga og hljóðfæraleikurunum. Klassíkinni verða gerð mjög góð skil á AIM Festival. Mótettukórinn undir stjórn Harðar Áskelssonar flytur stórvirkið Vesper op 37 eftir Rachmaninov í Akureyrarkirkju á sunnudaginn en með þeim í för eru tveir rússneskir bassasöngvarar. Þá mun píanósnillingurinn Víkingur Heiðar Ólafsson flytja valsa eftir Brahms og Beethoven á flyglinum í Ketilhúsinu. Hin eina sanna akureyrska gleðihljómsveit, Hvanndalsbræður, munu síðan slá botninn í tónlistarhátíðina með tónleikum á Græna hattinum á mánudagskvöld.
Innlent Mest lesið Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Fleiri fréttir Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Sjá meira