Enn lækka hlutabréf í Evrópu 16. september 2008 09:26 Maður gengur fram hjá upplýsingaskilti um stöðuna á asískum hlutabréfamarkaði. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa í Evrópu hélt áfram að lækka í dag eftir skell víða um heim í gær í kjölfar mikillar uppstokkunar á bandarískum fjármálamarkaði, greiðslustöðvunar Lehman Brothers og alvarlegs lausafjárvanda AIG, stærsta tryggingafélags landsins. Á ný voru það fjármálafyrirtæki sem tóku stærsta skellinn í Evópu í dag en gengi bréfa í breska bankanum HBOS féll um tólf prósent í dag og gengi Royal Bank of Scotland fór niður um sjö prósent. Þá féll gengi bréfa í Barclay Bank um rúm fimm prósent. Stefnt var að því fyrir síðustu helgi að bankinn bjargaði Lehman Brothers undan gjaldþrotahamrinum með kaupum á eignum bankans, sem er fjórði umsvifamesti fjárfestingabanki Bandaríkjanna. Franskir bankar fóru ekki varhluta af þróun mála en gengi þeirra hefur fallið í kringum fjögur prósent. Þar af féll gengi Commerzbank um tæp níu prósent í fyrstu viðskiptum dagsins. Stærstu hlutabréfamarkaðir í Asíu voru lokaðir í gær og féll Nikkei-vísitalan um fimm prósent á fyrsta viðskiptadegi vikunnar í dag. Seðlabankar í álfunni gripu strax til aðgerða í morgun. Japanski seðlabankinn dældi jafnvirði tvö þúsund milljarða íslenskra króna inn í japanskt efnahagslíf. Seðlabankar í Ástralíu og á Indlandi gripu til svipaðra ráða og fetuðu þar í fótspor bandaríska seðlabankans og banka í Evrópu. FTSE-vísitalan lækkaði í morgun um 1,46 prósent, Dax-vísitalan í Þýskalandi fór niður um 1,17 prósent og CAC-40 vísitalan í Frakklandi lækkaði um 0,7 prósent. Nokkur lækkun hefur sömuleiðis verið á norrænum hlutabréfamörkuðum. Minnsta lækkunin er í kauphöllinni í Helsinki í Finnlandi, sem hefur lækkað um 0,22 prósent en langmest í Noregi. Aðalvísitalan þar hefur lækkað um 3,35 prósent það sem af er dags. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Gengi hlutabréfa í Evrópu hélt áfram að lækka í dag eftir skell víða um heim í gær í kjölfar mikillar uppstokkunar á bandarískum fjármálamarkaði, greiðslustöðvunar Lehman Brothers og alvarlegs lausafjárvanda AIG, stærsta tryggingafélags landsins. Á ný voru það fjármálafyrirtæki sem tóku stærsta skellinn í Evópu í dag en gengi bréfa í breska bankanum HBOS féll um tólf prósent í dag og gengi Royal Bank of Scotland fór niður um sjö prósent. Þá féll gengi bréfa í Barclay Bank um rúm fimm prósent. Stefnt var að því fyrir síðustu helgi að bankinn bjargaði Lehman Brothers undan gjaldþrotahamrinum með kaupum á eignum bankans, sem er fjórði umsvifamesti fjárfestingabanki Bandaríkjanna. Franskir bankar fóru ekki varhluta af þróun mála en gengi þeirra hefur fallið í kringum fjögur prósent. Þar af féll gengi Commerzbank um tæp níu prósent í fyrstu viðskiptum dagsins. Stærstu hlutabréfamarkaðir í Asíu voru lokaðir í gær og féll Nikkei-vísitalan um fimm prósent á fyrsta viðskiptadegi vikunnar í dag. Seðlabankar í álfunni gripu strax til aðgerða í morgun. Japanski seðlabankinn dældi jafnvirði tvö þúsund milljarða íslenskra króna inn í japanskt efnahagslíf. Seðlabankar í Ástralíu og á Indlandi gripu til svipaðra ráða og fetuðu þar í fótspor bandaríska seðlabankans og banka í Evrópu. FTSE-vísitalan lækkaði í morgun um 1,46 prósent, Dax-vísitalan í Þýskalandi fór niður um 1,17 prósent og CAC-40 vísitalan í Frakklandi lækkaði um 0,7 prósent. Nokkur lækkun hefur sömuleiðis verið á norrænum hlutabréfamörkuðum. Minnsta lækkunin er í kauphöllinni í Helsinki í Finnlandi, sem hefur lækkað um 0,22 prósent en langmest í Noregi. Aðalvísitalan þar hefur lækkað um 3,35 prósent það sem af er dags.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur „Algjört siðleysi“ Neytendur Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira