Fjárfestar forðast fjármálageirann 10. september 2008 20:31 Frá bandarískum hlutabréfamarkaði. Fjárfestar hunsuðu fjármálageirann í dag. Mynd/AFP Gengi hlutabréfa í bandaríska fjárfestingabankanum Lehman Brothers lækkaði frekari í dag þrátt fyrir að forsvarsmenn bankans sögðu frá því að þeir væru að leita leiða til að selja eignir undan honum í því skyni að bæta fé í baukinn. Á meðal þess sem á að selja er hluti eignastýringardeildar bankans auk þess sem stefnt er að því að færa fasteignahluta bankans í sérstakt félag sem horft er til að skrá á hlutabréfamarkaði í nánustu framtíð. Bankinn tapaði 3,9 milljörðum dala á þriðja fjórðungi ársins, samkvæmt bráðabirgðatölum sem bankinn birti í dag, nokkru fyrir áður áætlaðan birtingadag. Afkoman var ekki til að efla trú fjárfesta á fjármálageirann og fjárfestu þeir í flestum öðrum geirum en í fjármálafyrirtækjum vestanhafs í dag. Einn mest var fjárfest í neytendavörugeiranum, sem þykir öruggt skjól í ólgusjó á fjármálamörkuðum, að sögn fréttastofu Associated Press. Gengi hlutabréfa í Lehman lækkaði um 6,9 prósent í dag og endaði það í 7,25 dölum á hlut. Gengið féll um 45 prósent í gær eftir að slitnaði upp úr viðræðum við kóreska þróunarbankans um sölu á fjórðungshlut í bankanum. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði um 0,34 prósent og Nasdaq-vísitalan um 0,85 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gengi hlutabréfa í bandaríska fjárfestingabankanum Lehman Brothers lækkaði frekari í dag þrátt fyrir að forsvarsmenn bankans sögðu frá því að þeir væru að leita leiða til að selja eignir undan honum í því skyni að bæta fé í baukinn. Á meðal þess sem á að selja er hluti eignastýringardeildar bankans auk þess sem stefnt er að því að færa fasteignahluta bankans í sérstakt félag sem horft er til að skrá á hlutabréfamarkaði í nánustu framtíð. Bankinn tapaði 3,9 milljörðum dala á þriðja fjórðungi ársins, samkvæmt bráðabirgðatölum sem bankinn birti í dag, nokkru fyrir áður áætlaðan birtingadag. Afkoman var ekki til að efla trú fjárfesta á fjármálageirann og fjárfestu þeir í flestum öðrum geirum en í fjármálafyrirtækjum vestanhafs í dag. Einn mest var fjárfest í neytendavörugeiranum, sem þykir öruggt skjól í ólgusjó á fjármálamörkuðum, að sögn fréttastofu Associated Press. Gengi hlutabréfa í Lehman lækkaði um 6,9 prósent í dag og endaði það í 7,25 dölum á hlut. Gengið féll um 45 prósent í gær eftir að slitnaði upp úr viðræðum við kóreska þróunarbankans um sölu á fjórðungshlut í bankanum. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði um 0,34 prósent og Nasdaq-vísitalan um 0,85 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira