Fótbolti

Markmiðinu náð hjá Juventus

Elvar Geir Magnússon skrifar
Juventus verður í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.
Juventus verður í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.

Í herbúðum Juventus eru menn með bros á vör en liðið hefur náð markmiði sínu á þessu tímabili. Eftir að hafa komið upp úr B-deildinni fyrir leiktíðina er nú ljóst að það verður Meistaradeildarbolti hjá Juventus á þeirri næstu.

„Við hefðum ekki getað komist á skemmri tíma aftur í Meistaradeildina. Leiðin frá Seríu-B í Meistaradeildina hefur verið erfið en góð ferð. Og þessu er ekki enn lokið þar sem þrír leikir eru eftir," sagði Jean-Claude Blanc, stjórnarformaður Juventus.

„Þjálfararnir og leikmennirnir verða að fá hrósið. Ég hef aldrei efast því maður uppsker eins og sáð er. Ég vil líka þakka stuðningsmönnum sem hafa staðið við bak félagsins á erfiðum tímum," sagði Blanc en ljóst er að Juventus endar ekki neðar en í þriðja sæti.

Sérstaklega eru menn ánægðir með Alessandro Del Piero sem hefur verið í mögnuðu formi á leiktíðinni. „Það voru margir sem efuðust þegar við gerðum nýjan samning við hann. Hann hefur hinsvegar sýnt að hann á skilið að verða í landsliðshópnum fyrir Evrópumótið í sumar," sagði Blanc.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×