Ryanair skoðar aftur yfirtöku á Aer Lingus 1. desember 2008 09:43 Ein af vélum Ryanair. Mynd/AFP Stjórnendur írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair áforma að leggja fram tilboð í landa þeirra, Aer Lingus. Verði tilboðið að veruleika er þetta í annað sinn á tveimur árum sem Ryanair reynir við Aer Lingus en það lagði fram yfirtökutilboð í flugfélagið í kringum áramótin 2006. Miðað við tilboðið nemur markaðsverðmæti Aer Lingus 748 milljónir evra. Það er um helmingi lægra en fyrir tveimur árum.Verðmatið er engu að síður fjórðungi yfir lokaverði bréfa í Aer Lingus á föstudag. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kom í veg fyrir kaupin á sínum tíma en niðurstaða stjórnarinnar var sú að með samruna flugfélaganna myndu þau stjórna áttatíu prósentum af öllu flugi til og frá Dublin. Slíkt bryti í bága við samkeppnislög. Michael O'Leary, forstjóri Ryanair, segir í samtali við breska ríkisútvarpið í dag aðstæður í efnahagslífinu hafa breyst mjög til hins verra síðan fyrir tveimur árum. Sé útlit fyrir að Aer Lingus verði undir í baráttunni verði ekki gert til að bjarga því. Þá sé ekki stefnan að sameina félögin að öllu leyti. Vélar þeirra muni til dæmi fljúga undir sömu merkjum og nú, að hans sögn. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Stjórnendur írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair áforma að leggja fram tilboð í landa þeirra, Aer Lingus. Verði tilboðið að veruleika er þetta í annað sinn á tveimur árum sem Ryanair reynir við Aer Lingus en það lagði fram yfirtökutilboð í flugfélagið í kringum áramótin 2006. Miðað við tilboðið nemur markaðsverðmæti Aer Lingus 748 milljónir evra. Það er um helmingi lægra en fyrir tveimur árum.Verðmatið er engu að síður fjórðungi yfir lokaverði bréfa í Aer Lingus á föstudag. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kom í veg fyrir kaupin á sínum tíma en niðurstaða stjórnarinnar var sú að með samruna flugfélaganna myndu þau stjórna áttatíu prósentum af öllu flugi til og frá Dublin. Slíkt bryti í bága við samkeppnislög. Michael O'Leary, forstjóri Ryanair, segir í samtali við breska ríkisútvarpið í dag aðstæður í efnahagslífinu hafa breyst mjög til hins verra síðan fyrir tveimur árum. Sé útlit fyrir að Aer Lingus verði undir í baráttunni verði ekki gert til að bjarga því. Þá sé ekki stefnan að sameina félögin að öllu leyti. Vélar þeirra muni til dæmi fljúga undir sömu merkjum og nú, að hans sögn.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Indó ríður á vaðið Neytendur Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira