Evrópska liðið saxar á forskotið 21. september 2008 12:44 Evrópa saxaði á forskot Bandaríkjanna á öðrum degi Ryder bikarsins í golfi og munar nú aðeins tveimur vinningum á liðunum fyrir lokadaginn. Bandaríkjamenn voru þremur vinningum yfir þegar keppni í fjórmenning hófst á degi tvö í gær. Staðan fimm og hálfur vinningur gegn tveimur og hálfum. Ian Poulter og Justin Rose nældu í fyrsta vinning Evrópu með því að vinna Chad Campbell og Stewart Cink. Justin Leonard og Hunter Mahan sem unnu báða sína leiki fyrir Bandaríska liðið á föstudag voru hársbreidd frá því að vinna sigur á Graeme McDowell og Angel Jimenez en viðureigninni lauk með jafntefli. Og dramatíkin var rétt að byrja. Phil Mickelson og Anthony Kim hefðu getað aukið forskot Bandaríkjanna aftur í þrjá vinninga en misstu niður fjögurra holu forskot á Henrik Stenson Englendinginn Oliver Wilson sem tryggði Evrópu annan vinninginn með 10 metra pútti á sautjándu holu. Jim Furyk og Kenny Perry unnu eina bandaríska sigurinn í fjórmenningnum þegar þeir lögðu Padraig Harrington og Robert Karlsson og þegar þarna var komið við sögu var staðan 7-5 fyrir Bandaríkjamenn þegar keppni í fjórleiknum hófst. Boo Weekley og J.B. Holmes voru fyrstir til að ljúka leik þegar þeir löguðu stöðuna aftur fyrir Bandaríkin með sigri á Lee Westwood and Soren Hansen. Mikil dramtaík ríkti í þremur síðustu viðureignunum þar sem úrslitin réðust á lokaholunni. Ben Curtis og Steve Stricker björguðu jafntefli gegn Garcia og Paul Casey á ævintýralegan hátt þegar Stricker náði fugli eftir að hafa verið í nánast vonlausri stöðu á lokaholunni. En þá kom evrópskur sigur að nýju þegar Poulter og McDowell héldu út einnar holu forskot á Kenny Perry og Jim Furyk. Viðureign Henriks Stenson og Roberts Karlsson gegn Bandaríkjamönnunum Phil Mickelson og Hunter Mahan réði því hvort Bandaríkjamenn færu með þriggja eða tveggja vinninga forskot inn í lokadaginn. Þar var það Robert Karlsson sem bjargaði jafntefli fyrir Evrópu með fugli á lokaholunni. Staðan er því 9-7 fyrir Bandaríkin fyrir lokadaginn sem fram fer í dag en þá er leikinn tvímenningur. Bein útsending frá lokadeginum hefst á sport þrjú klukkan fjögur í dag en útsendingin færist yfir á Stöð 2 sport klukkan sex að lokinn útsendingu úr Landsbankadeildinni í knattspyrnu. Golf Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Evrópa saxaði á forskot Bandaríkjanna á öðrum degi Ryder bikarsins í golfi og munar nú aðeins tveimur vinningum á liðunum fyrir lokadaginn. Bandaríkjamenn voru þremur vinningum yfir þegar keppni í fjórmenning hófst á degi tvö í gær. Staðan fimm og hálfur vinningur gegn tveimur og hálfum. Ian Poulter og Justin Rose nældu í fyrsta vinning Evrópu með því að vinna Chad Campbell og Stewart Cink. Justin Leonard og Hunter Mahan sem unnu báða sína leiki fyrir Bandaríska liðið á föstudag voru hársbreidd frá því að vinna sigur á Graeme McDowell og Angel Jimenez en viðureigninni lauk með jafntefli. Og dramatíkin var rétt að byrja. Phil Mickelson og Anthony Kim hefðu getað aukið forskot Bandaríkjanna aftur í þrjá vinninga en misstu niður fjögurra holu forskot á Henrik Stenson Englendinginn Oliver Wilson sem tryggði Evrópu annan vinninginn með 10 metra pútti á sautjándu holu. Jim Furyk og Kenny Perry unnu eina bandaríska sigurinn í fjórmenningnum þegar þeir lögðu Padraig Harrington og Robert Karlsson og þegar þarna var komið við sögu var staðan 7-5 fyrir Bandaríkjamenn þegar keppni í fjórleiknum hófst. Boo Weekley og J.B. Holmes voru fyrstir til að ljúka leik þegar þeir löguðu stöðuna aftur fyrir Bandaríkin með sigri á Lee Westwood and Soren Hansen. Mikil dramtaík ríkti í þremur síðustu viðureignunum þar sem úrslitin réðust á lokaholunni. Ben Curtis og Steve Stricker björguðu jafntefli gegn Garcia og Paul Casey á ævintýralegan hátt þegar Stricker náði fugli eftir að hafa verið í nánast vonlausri stöðu á lokaholunni. En þá kom evrópskur sigur að nýju þegar Poulter og McDowell héldu út einnar holu forskot á Kenny Perry og Jim Furyk. Viðureign Henriks Stenson og Roberts Karlsson gegn Bandaríkjamönnunum Phil Mickelson og Hunter Mahan réði því hvort Bandaríkjamenn færu með þriggja eða tveggja vinninga forskot inn í lokadaginn. Þar var það Robert Karlsson sem bjargaði jafntefli fyrir Evrópu með fugli á lokaholunni. Staðan er því 9-7 fyrir Bandaríkin fyrir lokadaginn sem fram fer í dag en þá er leikinn tvímenningur. Bein útsending frá lokadeginum hefst á sport þrjú klukkan fjögur í dag en útsendingin færist yfir á Stöð 2 sport klukkan sex að lokinn útsendingu úr Landsbankadeildinni í knattspyrnu.
Golf Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira