Meistaraefnin taka á móti meisturunum 19. október 2008 15:49 Jakob Sigurðarson og Jón Arnór Stefánsson eru helsta ástæða þess að margir spá KR titlinum í vor. Í kvöld fá þeir meistara Keflavíkur í heimsókn Það verður sannkallaður stórleikur í Iceland Express deildinni í körfubolta í kvöld þegar KR-ingar taka á móti Íslandsmeisturum Keflavíkur klukkan 19:15 í DHL höllinni í vesturbænum. KR-ingar eru það lið sem flestir spá því að verði Íslandsmeistari næsta vor, en Keflvíkingar eru ríkjandi meistarar og sýndu í fyrsta leik mótsins að þeir verða ekki auðveldir viðureignar í vetur frekar en áður. Vísir heyrði hljóðið í þjálfurum liðanna í dag. "Maður er alltaf viðbúinn harðri pressu- og svæðisvörn þegar maður mætir Keflavík og við teljum okkur vera tilbúna í að mæta því," sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari KR, en hans menn unnu öruggan sigur á ÍR í fyrsta leik. "Ég held að mæti allir tilbúnir í þennan leik. Ég á fullt af mönnum inni frá því í síðasta leik og þeir verða klárir í að mæta Íslandsmeisturunum. Keflavíkurliðið er mjög vel mannað og þessi sigur þeirra á Þór sýnir að þetta lið verður að berjast um titilinn í vetur.' Jón Arnór Stefánsson gat lítið beitt sér í sigri KR á ÍR á dögunum, en hann á við meiðsli að stríða í baki. Hann ætlar að reyna sig gegn Keflavík í kvöld. "Jón er búinn að vera í meðferð síðan í síðasta leik, en hann er staðráðinn í að spila. Hann náði einhverjum 15 mínútum í síðasta leik og var ekki í góðu standi, en hann vill ekki missa af þessum leik," sagði Benedikt. Gaman að vera litla liðið Keflvíkingar tóku Þórsara í kennslustund í fyrsta leik sínum á heimavelli í síðustu viku og var það ekki síst að þakka grimmum varnarleik. "Það gengur vel hjá okkur þegar við spilum góða vörn og við leggjum mikið upp úr henni. Þess vegna er eins gott að hún virki í kvöld," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur. "Við munum sækja inn í teiginn hjá þeim þar sem þeir eru ekki eins sterkir fyrir og þeir gætu ætlað. Það er ekki oft sem Keflavík fer inn í leiki þar sem andstæðingurinn er talinn öruggur sigurvegari fyrir fram, en við höfum bara gaman af því," sagði Sigurður. Við spurðum hann hvort of mikið hefði verið gert úr styrk KR liðsins í vetur í ljósi þess að flestir spá liðinu Íslandsmeistaratitlinum. "Þetta er skemmtilegt og spennandi lið og það var frábært fyrir þá að fá þá Jakob (Sigurðarson) og Jón Arnór (Stefánsson) heim aftur. Það er ekkert skrítið að þeim sé spáð mikilli velgengni. Ég ætla hinsvegar ekkert að segja um það hvort þeir ná að standa undir þessum væntingum. Það á eitt og annað eftir að gerast áður en kemur að því að krýna meistarana í vor," sagði Sigurður. Dominos-deild karla Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Enski boltinn Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Hattarmenn senda Kanann heim Körfubolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Fleiri fréttir „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ Sjá meira
Það verður sannkallaður stórleikur í Iceland Express deildinni í körfubolta í kvöld þegar KR-ingar taka á móti Íslandsmeisturum Keflavíkur klukkan 19:15 í DHL höllinni í vesturbænum. KR-ingar eru það lið sem flestir spá því að verði Íslandsmeistari næsta vor, en Keflvíkingar eru ríkjandi meistarar og sýndu í fyrsta leik mótsins að þeir verða ekki auðveldir viðureignar í vetur frekar en áður. Vísir heyrði hljóðið í þjálfurum liðanna í dag. "Maður er alltaf viðbúinn harðri pressu- og svæðisvörn þegar maður mætir Keflavík og við teljum okkur vera tilbúna í að mæta því," sagði Benedikt Guðmundsson þjálfari KR, en hans menn unnu öruggan sigur á ÍR í fyrsta leik. "Ég held að mæti allir tilbúnir í þennan leik. Ég á fullt af mönnum inni frá því í síðasta leik og þeir verða klárir í að mæta Íslandsmeisturunum. Keflavíkurliðið er mjög vel mannað og þessi sigur þeirra á Þór sýnir að þetta lið verður að berjast um titilinn í vetur.' Jón Arnór Stefánsson gat lítið beitt sér í sigri KR á ÍR á dögunum, en hann á við meiðsli að stríða í baki. Hann ætlar að reyna sig gegn Keflavík í kvöld. "Jón er búinn að vera í meðferð síðan í síðasta leik, en hann er staðráðinn í að spila. Hann náði einhverjum 15 mínútum í síðasta leik og var ekki í góðu standi, en hann vill ekki missa af þessum leik," sagði Benedikt. Gaman að vera litla liðið Keflvíkingar tóku Þórsara í kennslustund í fyrsta leik sínum á heimavelli í síðustu viku og var það ekki síst að þakka grimmum varnarleik. "Það gengur vel hjá okkur þegar við spilum góða vörn og við leggjum mikið upp úr henni. Þess vegna er eins gott að hún virki í kvöld," sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur. "Við munum sækja inn í teiginn hjá þeim þar sem þeir eru ekki eins sterkir fyrir og þeir gætu ætlað. Það er ekki oft sem Keflavík fer inn í leiki þar sem andstæðingurinn er talinn öruggur sigurvegari fyrir fram, en við höfum bara gaman af því," sagði Sigurður. Við spurðum hann hvort of mikið hefði verið gert úr styrk KR liðsins í vetur í ljósi þess að flestir spá liðinu Íslandsmeistaratitlinum. "Þetta er skemmtilegt og spennandi lið og það var frábært fyrir þá að fá þá Jakob (Sigurðarson) og Jón Arnór (Stefánsson) heim aftur. Það er ekkert skrítið að þeim sé spáð mikilli velgengni. Ég ætla hinsvegar ekkert að segja um það hvort þeir ná að standa undir þessum væntingum. Það á eitt og annað eftir að gerast áður en kemur að því að krýna meistarana í vor," sagði Sigurður.
Dominos-deild karla Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Enski boltinn Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Hattarmenn senda Kanann heim Körfubolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Fleiri fréttir „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum