Erlent

Björguðu þjóðsagnakenndri mölflugu úr kóngulóarvef

Þjóðsagnarkenndri mölflugu var nýlega bjargað úr kóngulóarvef í skosku Hálöndunum. Fluga af þessari tegund hefur aðeins sést fjórum sinnum áður síðan tilvera hennar uppgvötvaðist árið 1853.

Flugan sem ber vísindaheitið Ethmia pyrausta er með appelsínugulan skrokk og svarta vængi. Það voru tveir Bretar sem sáu fluguna í kóngulóarvefnum við Loch Morie , losuðu hana og tóku myndir af henni.

Sem fyrr segir er þetta í fimmta sinn sem flugan sést á Bretlandseyjum, síðast fundust tvær slíkar árið 1996. Raunar voru menn í vafa um hvort flugan lifði yfirhöfuð lengur í Hálöndunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×