Þessir kljást í kvöld Elvar Geir Magnússon skrifar 23. apríl 2008 10:30 Wayne Rooney á æfingu í gær. Það verður risaleikur í Meistaradeildinni í kvöld þegar Barcelona tekur á móti Manchester United í fyrri leik þessara liða í undanúrslitum. Búast má við mikilli skemmtun enda mætast þarna tvö lið sem hafa sóknarleik sem aðalsmerki sitt. Terry Venables rýndi í leikinn fyrir The Sun þar sem hann fór meðal annars yfir þrjú einvígi í leik kvöldsins sem gætu ráðið úrslitum. Hér að neðan má sjá hans mat á leik kvöldsins: Marquez - Rooney Vörn Barcelona þarf að hafa sig alla við til að stöðva eldsnögga sóknarmenn Manchester United. Fjarvera Carles Puyol kemur allavega ekki til með að hjálpa heimamönnum. Wayne Rooney mun reyna allt til að setja Rafael Marquez í vandræði svo svæði opnist fyrir Cristiano Ronaldo og fleiri. Mexíkóinn Marquez mun reyna að nota reynslu sína til að fara í skapið á Rooney. Það síðasta sem Rooney má gera er að fara í eitthvað stríð. Ef hann heldur haus og einbeitingu þá mun hann vinna þetta einvígi. Xavi - RonaldoTveir verulega hæfileikaríkir fótboltamenn munu kljást. Cristiano Ronaldo er besti leikmaður heims í dag. Hann hefur skorað sjö mörk í Meistaradeildinni til þessa og það kæmi mér á óvart ef hann næði ekki að skora allavega eitt mark í þessum undanúrslitum. Xavi er hinsvegar leikmaður sem Manchester United þarf að óttast. Allt spil Barcelona flýtur í gegnum þennan leikmann og ef Michael Carrick og félagar ná ekki að hafa stjórn á honum gæti farið illa. Messi - Evra Endurkoma Lionel Messi af meiðslalistanum gefur Börsungum meiri von. Hans hefur verið sárt saknað síðustu vikur. Þessi eldsnöggi argentínski leikmaður mun reyna að stinga sér á milli Patrice Evra og Nemanja Vidic. Evra má ekki missa auga af Messi allan leikinn og verður að koma í veg fyrir baneitraðar sendingar á Samuel Eto´o og Bojan Krkic. Ef United nær að loka á Messi mun sóknarleikur Barcelona þjást. Evra hefur verið frábær á tímabilinu en þetta er hans stærsta prófraun til þessa. Knattspyrnustjórarnir:Frank Rijkaard: Sá hollenski er að öllum líkindum á sínu síðasta tímabili hjá Barcelona eftir tvö slök tímabil. Sigur í Meistaradeildinni er líklega ekki nóg til að bjarga starfi hans. Ferilskráin mun þó óneitanlega líta betur út þegar hann fer að leita sér að vinnu í sumar. Sir Alex Ferguson: Óumdeilanlega einn besti knattspyrnustjóri sögunnar. Hann vill þó vinna Meistaradeildina aftur áður en hann kveður Old Trafford. Hann veit að með þetta lið sem hann hefur í höndunum í dag á hann frábæra möguleika á því. Leikaðferðir: Barcelona verður að sækja til sigurs í kvöld en Frank Rijkaard þarf að passa sig. Hann veit að sókn Manchester United getur tætt vörn hans í sig úr skyndisóknum. United mun klárlega ekki liggja bara til baka og verjast. Þeirra markmið verður að ná allavega einu útivallarmarki og vera með einvígið í sínum höndum. Á spjaldi: Nani og Patrice Evra verða í banni í seinni leiknum ef þeir fá gult í kvöld. Hjá Barcelona eru Lionel Messi, Rafael Marquez, Yaya Toure og Gabriel Milito allir einu spjaldi frá leikbanni. Stjörnurnar: Lionel Messi: Fór illa með Chelsea fyrir nokkrum árum og gæti gert það sama við United. Cristiano Ronaldo: United hefur marga leikmenn sem geta unnið leiki upp á sitt einsdæmi en þessi virðist óstöðvandi. Hann mun ógna Barcelona með hraða, brellum, styrk og mörkum. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Það verður risaleikur í Meistaradeildinni í kvöld þegar Barcelona tekur á móti Manchester United í fyrri leik þessara liða í undanúrslitum. Búast má við mikilli skemmtun enda mætast þarna tvö lið sem hafa sóknarleik sem aðalsmerki sitt. Terry Venables rýndi í leikinn fyrir The Sun þar sem hann fór meðal annars yfir þrjú einvígi í leik kvöldsins sem gætu ráðið úrslitum. Hér að neðan má sjá hans mat á leik kvöldsins: Marquez - Rooney Vörn Barcelona þarf að hafa sig alla við til að stöðva eldsnögga sóknarmenn Manchester United. Fjarvera Carles Puyol kemur allavega ekki til með að hjálpa heimamönnum. Wayne Rooney mun reyna allt til að setja Rafael Marquez í vandræði svo svæði opnist fyrir Cristiano Ronaldo og fleiri. Mexíkóinn Marquez mun reyna að nota reynslu sína til að fara í skapið á Rooney. Það síðasta sem Rooney má gera er að fara í eitthvað stríð. Ef hann heldur haus og einbeitingu þá mun hann vinna þetta einvígi. Xavi - RonaldoTveir verulega hæfileikaríkir fótboltamenn munu kljást. Cristiano Ronaldo er besti leikmaður heims í dag. Hann hefur skorað sjö mörk í Meistaradeildinni til þessa og það kæmi mér á óvart ef hann næði ekki að skora allavega eitt mark í þessum undanúrslitum. Xavi er hinsvegar leikmaður sem Manchester United þarf að óttast. Allt spil Barcelona flýtur í gegnum þennan leikmann og ef Michael Carrick og félagar ná ekki að hafa stjórn á honum gæti farið illa. Messi - Evra Endurkoma Lionel Messi af meiðslalistanum gefur Börsungum meiri von. Hans hefur verið sárt saknað síðustu vikur. Þessi eldsnöggi argentínski leikmaður mun reyna að stinga sér á milli Patrice Evra og Nemanja Vidic. Evra má ekki missa auga af Messi allan leikinn og verður að koma í veg fyrir baneitraðar sendingar á Samuel Eto´o og Bojan Krkic. Ef United nær að loka á Messi mun sóknarleikur Barcelona þjást. Evra hefur verið frábær á tímabilinu en þetta er hans stærsta prófraun til þessa. Knattspyrnustjórarnir:Frank Rijkaard: Sá hollenski er að öllum líkindum á sínu síðasta tímabili hjá Barcelona eftir tvö slök tímabil. Sigur í Meistaradeildinni er líklega ekki nóg til að bjarga starfi hans. Ferilskráin mun þó óneitanlega líta betur út þegar hann fer að leita sér að vinnu í sumar. Sir Alex Ferguson: Óumdeilanlega einn besti knattspyrnustjóri sögunnar. Hann vill þó vinna Meistaradeildina aftur áður en hann kveður Old Trafford. Hann veit að með þetta lið sem hann hefur í höndunum í dag á hann frábæra möguleika á því. Leikaðferðir: Barcelona verður að sækja til sigurs í kvöld en Frank Rijkaard þarf að passa sig. Hann veit að sókn Manchester United getur tætt vörn hans í sig úr skyndisóknum. United mun klárlega ekki liggja bara til baka og verjast. Þeirra markmið verður að ná allavega einu útivallarmarki og vera með einvígið í sínum höndum. Á spjaldi: Nani og Patrice Evra verða í banni í seinni leiknum ef þeir fá gult í kvöld. Hjá Barcelona eru Lionel Messi, Rafael Marquez, Yaya Toure og Gabriel Milito allir einu spjaldi frá leikbanni. Stjörnurnar: Lionel Messi: Fór illa með Chelsea fyrir nokkrum árum og gæti gert það sama við United. Cristiano Ronaldo: United hefur marga leikmenn sem geta unnið leiki upp á sitt einsdæmi en þessi virðist óstöðvandi. Hann mun ógna Barcelona með hraða, brellum, styrk og mörkum.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira