Hagkerfið stóð í stað í Bretlandi á milli mánaða í apríl og júní, samkvæmt upplýsingum hagstofunnar þar í landi. Þetta er nokkuð undir væntingum enda höfðu sérfræðingar spáð í það minnsta 0,2 prósenta hagvexti.
Vísitala framleiðslu jókst engu að síður um 0,2 prósent á milli fjórðunganna og framleiðsluvísitalan um 0,8 prósent. Einkaneysla dróst saman um 0,1 prósent á sama tíma. Hagvöxtur mældist 1,4 prósent á sama tíma fyrir ári.
Þar með er lokið samfelldu hagvaxtarskeiði í Bretlandi síðastliðna 63 ársfjórðunga í röð, að sögn breska ríkisútvarpsins (BBC).
BBC segir þetta sömuleiðis auka líkurnar á því að breski seðlabankinn grípi til stýrivaxtalækkunar til að hinda samdrátt hagkerfisins.BBC hefur eftir hagfræðingi hjá Deutsche Bank í Bretlandi, að tölurnar sýni að breska hagkerfið sé veikt og sýni samdráttarmerki.