Sigur Rós lýkur tónleikaferðinni heima 25. október 2008 09:00 Hljómsveitin Sigur Rós lýkur tónleikferð sinni um heiminn með tónleikum í Laugardalshöll 23. nóvember.fréttablaðið/gva Hljómsveitin Sigur Rós ætlar að ljúka tónleikaferðalagi sínu um heiminn með tónleikum í Laugardalshöll sunnudagskvöldið 23. nóvember. Þar munu þeir Jónsi, Kjartan, Georg og Orri, stíga einir og óstuddir á svið í fyrsta sinn á Íslandi síðan 2001. „Þetta hefur verið í pípunum síðan í sumar. Þeir vildu alltaf enda tónleikaferðina hérna," segir Kjartan Sturluson, umboðsmaður Sigur Rósar. „Seinni hlutann á tónleikaferðinni hafa þeir verið að hverfa aftur til fortíðar, hafa verið fjórir á sviði, og þeir sem hafa séð þá hafa talað um mikinn kraft og mikið sjónarspil" Þeir félagar eru staddir í Japan ásamt fylgdarliði þar sem þeir komu fram á fernum tónleikum sem uppselt var á, í Nagoya, Osaka og Tókýó. Í byrjun nóvember spila þeir svo aftur í Evrópu áður en þeir koma heim og halda lokatónleikana sína. Tónleikaferð Sigur Rósar um heiminn í ár til stuðnings útgáfu Með suð í eyrum við spilum endalaust hófst í Mexíkó 5. júní. Ferðin hljómsveitarinnar lá um Bandaríkin, Evrópu og Asíu þar sem hún spilaði fyrir fimm til tíu þúsund manns í hvert sinn við frábærar undirtektir. Plata þeirra hefur nú selst í um hálfri milljón eintaka víða um heim. Hér á landi hefur hún selst í sjö þúsund eintökum. Forsala miða á tónleikana hefst 4. nóvember og kostar miðarnir 3.900 og 4.900 krónur. Einnig verða í boði miðar á bekkina fyrir neðan stúkuna fyrir unglinga á grunnskólaaldri. Kosta þeir eitt þúsund krónur. „Það má búast við frábærum tónleikum. Það er rosa hugur í strákunum enda hefur þeim gengið virkilega vel í ár og eru án efa ein af sterkari útfluningsvörum okkar," segir Kári. - fb Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Hljómsveitin Sigur Rós ætlar að ljúka tónleikaferðalagi sínu um heiminn með tónleikum í Laugardalshöll sunnudagskvöldið 23. nóvember. Þar munu þeir Jónsi, Kjartan, Georg og Orri, stíga einir og óstuddir á svið í fyrsta sinn á Íslandi síðan 2001. „Þetta hefur verið í pípunum síðan í sumar. Þeir vildu alltaf enda tónleikaferðina hérna," segir Kjartan Sturluson, umboðsmaður Sigur Rósar. „Seinni hlutann á tónleikaferðinni hafa þeir verið að hverfa aftur til fortíðar, hafa verið fjórir á sviði, og þeir sem hafa séð þá hafa talað um mikinn kraft og mikið sjónarspil" Þeir félagar eru staddir í Japan ásamt fylgdarliði þar sem þeir komu fram á fernum tónleikum sem uppselt var á, í Nagoya, Osaka og Tókýó. Í byrjun nóvember spila þeir svo aftur í Evrópu áður en þeir koma heim og halda lokatónleikana sína. Tónleikaferð Sigur Rósar um heiminn í ár til stuðnings útgáfu Með suð í eyrum við spilum endalaust hófst í Mexíkó 5. júní. Ferðin hljómsveitarinnar lá um Bandaríkin, Evrópu og Asíu þar sem hún spilaði fyrir fimm til tíu þúsund manns í hvert sinn við frábærar undirtektir. Plata þeirra hefur nú selst í um hálfri milljón eintaka víða um heim. Hér á landi hefur hún selst í sjö þúsund eintökum. Forsala miða á tónleikana hefst 4. nóvember og kostar miðarnir 3.900 og 4.900 krónur. Einnig verða í boði miðar á bekkina fyrir neðan stúkuna fyrir unglinga á grunnskólaaldri. Kosta þeir eitt þúsund krónur. „Það má búast við frábærum tónleikum. Það er rosa hugur í strákunum enda hefur þeim gengið virkilega vel í ár og eru án efa ein af sterkari útfluningsvörum okkar," segir Kári. - fb
Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira