Enski boltinn

Kaka vill ekki fara til Chelsea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kaka og Filippo Inzaghi fagna marki með AC Milan.
Kaka og Filippo Inzaghi fagna marki með AC Milan. Nordic Photos / AFP

Kaka segist engan áhuga á að yfirgefa herbúðir AC Milan en hann hefur sterklega verið orðaður við Chelsea.

Þetta hefur The Sun eftir Kaka en samkvæmt þessu breytti engu að landi hans, Luiz Felipe Scolari, var um daginn ráðinn knattspyrnustjóri liðsins.

„Ég hef ekki minnsta áhuga á því að fara frá Milan," sagði Kaka. „Eini möguleikinn er ef Milan vill selja mig en ég tel að það sé ekki í kortunum miðað við það sem ég hef séð og heyrt."

Kaka vill fá að spila með brasilíska landsliðinu á Ólympíuleikunum í Peking en Milan neitaði honum leyfi til að spila þar. Þrátt fyrir það segist Kaka ekki fúll.

„Milan er í fullum rétti," sagði hann. „Ég hef áður sagt að vil fá tækifæri til að spila á Ólympíuleikunum en svona er staðan í málinu sem stendur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×