Fótbolti

Mancini neyðist til að flytja frá Mílanó

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Roberto Mancini, fyrrum stjóri Inter.
Roberto Mancini, fyrrum stjóri Inter. Nordic Photos / AFP

Roberto Mancini, fyrrum knattspyrnustjóri Inter, á engra annarra kosta völ en að flytja frá Mílanó til þess að forðast eilífan samanburð við eftirmann sinn, Jose Mourinho.

Þetta segja lögfræðingar Mancini í samtali við ítalska fjölmiðla í dag. „Hann hefur mátt þola beinan samanburð við nýja liðsstjórn Inter. Þetta er óviðunandi ástand og hefur orðið til þess að Mancini neyðist nú til að flytja frá Mílanó. Hvert er óráðið enn sem komið er."

Mancini var í síðasta mánuði orðaður við stöðu knattspyrnustjóra hjá West Ham enn hann hefur sagst vera hrifinn af því að flytjast til Englands til að starfa þar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×