NBA í nótt: Miami vann í framlengdum leik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. desember 2008 09:19 Dwyane Wade og Jamal Crawford ræða saman eftir leik. Nordic Photos / Getty Images Miami vann í nótt sigur á Golden State á útivelli í NBA-deildinni í körfubolta. Framlengja þurfti leikinn sem lauk með 130-129 sigri Miami. Þrír leikir fóru fram í deildinni í nótt. Golden State var með leikinn í höndum sér bæði í lok venjulegs leiktíma og framlengingarinnar. Chris Quinn tókst að jafna metin fyrir Miami í lok framlengingarinnar með þriggja stiga körfu þegar sjö sekúndur voru eftir. Michael Beasley náði svo að stela boltanum af Golden State í kjölfarið. Það var brotið á honum og hann setti annað vítið niður sem tryggði liðinu sigur. Golden State var með frumkvæðið lengst af í leiknum en Miami náði að koma sér aftur inn í leikinn í fjórða leikhluta. Í lokin var þó Golden State með tveggja stiga forystu en Udonis Haslem náði sóknarfrákasti á lokasekúndu leikhlutans og jafnaði metin á síðustu stundu. Dwyane Wade skoraði 37 stig fyrir Miami, gaf þrettán stoðsendingar og tók fimm fráköst. Shawn Marion og Haslem komu næstir með 21 stig - Marion tók fimmtán fráköst og Haslem þrettán. Alls tóku leikmenn Miami tíu fleiri sóknarfráköst en Golden State - 21 gegn 11. Jamal Crawford skoraði 30 stig fyrir Golden State og Corey Maggette 29. Boston vann Orlando, 107-88, þar sem Paul Pierce skoraði 24 stig fyrir Boston og Ray Allen 21. Rajon Rondo var með sextán stig og tólf stoðsendingar og Kevin Garnettt fimmtán stig og níu fráköst. Rashard Lewis skoraði 30 stig fyrir Orlando og Hedu Turkoglu nítján. Charlotte vann Minnesota, 100-90. Jason Richardson skoraði 25 stig fyrir Charlotte og Emeka Okafor 24 auk þess sem hann tók tíu fráköst. Hjá Minnesota var Randy Foye stigahæstur með 23 stig. Mike Miller kom næstur með nítján stig og tíu fráköst. NBA Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Sjá meira
Miami vann í nótt sigur á Golden State á útivelli í NBA-deildinni í körfubolta. Framlengja þurfti leikinn sem lauk með 130-129 sigri Miami. Þrír leikir fóru fram í deildinni í nótt. Golden State var með leikinn í höndum sér bæði í lok venjulegs leiktíma og framlengingarinnar. Chris Quinn tókst að jafna metin fyrir Miami í lok framlengingarinnar með þriggja stiga körfu þegar sjö sekúndur voru eftir. Michael Beasley náði svo að stela boltanum af Golden State í kjölfarið. Það var brotið á honum og hann setti annað vítið niður sem tryggði liðinu sigur. Golden State var með frumkvæðið lengst af í leiknum en Miami náði að koma sér aftur inn í leikinn í fjórða leikhluta. Í lokin var þó Golden State með tveggja stiga forystu en Udonis Haslem náði sóknarfrákasti á lokasekúndu leikhlutans og jafnaði metin á síðustu stundu. Dwyane Wade skoraði 37 stig fyrir Miami, gaf þrettán stoðsendingar og tók fimm fráköst. Shawn Marion og Haslem komu næstir með 21 stig - Marion tók fimmtán fráköst og Haslem þrettán. Alls tóku leikmenn Miami tíu fleiri sóknarfráköst en Golden State - 21 gegn 11. Jamal Crawford skoraði 30 stig fyrir Golden State og Corey Maggette 29. Boston vann Orlando, 107-88, þar sem Paul Pierce skoraði 24 stig fyrir Boston og Ray Allen 21. Rajon Rondo var með sextán stig og tólf stoðsendingar og Kevin Garnettt fimmtán stig og níu fráköst. Rashard Lewis skoraði 30 stig fyrir Orlando og Hedu Turkoglu nítján. Charlotte vann Minnesota, 100-90. Jason Richardson skoraði 25 stig fyrir Charlotte og Emeka Okafor 24 auk þess sem hann tók tíu fráköst. Hjá Minnesota var Randy Foye stigahæstur með 23 stig. Mike Miller kom næstur með nítján stig og tíu fráköst.
NBA Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Sjá meira