Óður Birtu til jarðarinnar 11. september 2008 04:00 Birta Guðjónsdóttir opnar sýningu í Gallery Turpentine á morgun. Myndlistarkonan Birta Guðjónsdóttir opnar sýninguna Heim í Gallery Turpentine á morgun kl. 18. Með sýningunni er Birta að velta fyrir sér hugtakinu heima; hvenær maður er heima og hvenær maður kemur heim. Orðið sjálft kallar á vangaveltur um tengslin milli heimsins alls og þess sem er heima og það kallar á endurskoðun á afstöðu manns til þeirra tengsla. Í fréttatilkynningu frá Gallery Turpentine segir Birta sjálf um sýninguna: „Á sýningunni eru verk sem ég hef unnið á þessu ári. Á þessu tímabili hef ég dvalið á meginlandi Evrópu og hef ferðast mikið. Annar hluti sýningarinnar er eins konar óður til jarðarinnar, endaleysunnar, hringferlisins, jarðtengingar-aðferðar. Hinn hluti sýningarinnar er eins konar ferðasaga. Þetta er ekki frásögn af fjarlægðum, merkum menningarslóðum, atburðum eða ævintýrum, heldur skrásetning þekkingarleitar, persónuleg aðferð til skilnings á hinu innra í gegnum hið ytra." Birta Guðjónsdóttir hefur, þrátt fyrir ungan aldur, afrekað margt á sviði myndlistar. Hún hefur haldið einkasýningar í D-sal Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu, Suðsuðvestur í Reykjanesbæ og De 5er í Rotterdam. Hún hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga, þar á meðal í Nýlistasafninu, Kaliningrad State Art Gallery í Rússlandi, Glasgow Project Room og nú nýlega á Vesturveggnum í Skaftfelli á Seyðisfirði. Birta starfar jafnframt sem sýningarstjóri og er nú listrænn stjórnandi í 101 Prójekt í Reykjavík - vþ Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Myndlistarkonan Birta Guðjónsdóttir opnar sýninguna Heim í Gallery Turpentine á morgun kl. 18. Með sýningunni er Birta að velta fyrir sér hugtakinu heima; hvenær maður er heima og hvenær maður kemur heim. Orðið sjálft kallar á vangaveltur um tengslin milli heimsins alls og þess sem er heima og það kallar á endurskoðun á afstöðu manns til þeirra tengsla. Í fréttatilkynningu frá Gallery Turpentine segir Birta sjálf um sýninguna: „Á sýningunni eru verk sem ég hef unnið á þessu ári. Á þessu tímabili hef ég dvalið á meginlandi Evrópu og hef ferðast mikið. Annar hluti sýningarinnar er eins konar óður til jarðarinnar, endaleysunnar, hringferlisins, jarðtengingar-aðferðar. Hinn hluti sýningarinnar er eins konar ferðasaga. Þetta er ekki frásögn af fjarlægðum, merkum menningarslóðum, atburðum eða ævintýrum, heldur skrásetning þekkingarleitar, persónuleg aðferð til skilnings á hinu innra í gegnum hið ytra." Birta Guðjónsdóttir hefur, þrátt fyrir ungan aldur, afrekað margt á sviði myndlistar. Hún hefur haldið einkasýningar í D-sal Listasafns Reykjavíkur í Hafnarhúsinu, Suðsuðvestur í Reykjanesbæ og De 5er í Rotterdam. Hún hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga, þar á meðal í Nýlistasafninu, Kaliningrad State Art Gallery í Rússlandi, Glasgow Project Room og nú nýlega á Vesturveggnum í Skaftfelli á Seyðisfirði. Birta starfar jafnframt sem sýningarstjóri og er nú listrænn stjórnandi í 101 Prójekt í Reykjavík - vþ
Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira