Singh sigraði á heimsmótinu 4. ágúst 2008 12:09 NordcPhotos/GettyImages Vijay Singh tryggði sér sigur á átjándu holu eftir æsispennandi lokabaráttu við þrjá aðra kylfinga á heimsmótinu í golfi í gærkvöldi. Lee Westwood, Vijay Singh og Phil Mickelson voru allir jafnir og efstir á 8 höggum undir pari fyrir lokahringinn. Singh gat tekið þægilega forystu strax á annarri holu þar sem hann rétt missti af erni en náði þó fugli. Mickelson var inni í toppbaráttunni en spilaði sig út úr henni með því að fá þrjá skolla á síðustu fjórum holunum. Hann fór lokahringinn á pari og lauk keppni á alls átta höggum undir pari og þurfti að láta sér lynda fjórða sætið ásamt Retief Goosen. Lee Westwood virtist vera að missa af lestinni en kom sér aftur inn í toppbaráttuna og var á endanum annar tveggja kylfinga sem gátu náð sigrinum af Singh. Westwood lék hringinn á einu undir pari og hafnaði í öðru sæti ásamt Stuart Appleby sem skyndilega blandaði sér í baráttuna undir blálokin með þremur fuglum. En Singh dugði að setja niður þetta stutta pútt á átjándu til að tryggja sér sigurinn sem hann og gerði og tryggði sér þannig sinn fyrsta sigur á heimsmótaröðinni og fékk hann 110 milljónir króna í sigurlaun. Þetta var jafnframt fyrsti sigur Singh á stórmóti í 17 mánuði. Golf Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Vijay Singh tryggði sér sigur á átjándu holu eftir æsispennandi lokabaráttu við þrjá aðra kylfinga á heimsmótinu í golfi í gærkvöldi. Lee Westwood, Vijay Singh og Phil Mickelson voru allir jafnir og efstir á 8 höggum undir pari fyrir lokahringinn. Singh gat tekið þægilega forystu strax á annarri holu þar sem hann rétt missti af erni en náði þó fugli. Mickelson var inni í toppbaráttunni en spilaði sig út úr henni með því að fá þrjá skolla á síðustu fjórum holunum. Hann fór lokahringinn á pari og lauk keppni á alls átta höggum undir pari og þurfti að láta sér lynda fjórða sætið ásamt Retief Goosen. Lee Westwood virtist vera að missa af lestinni en kom sér aftur inn í toppbaráttuna og var á endanum annar tveggja kylfinga sem gátu náð sigrinum af Singh. Westwood lék hringinn á einu undir pari og hafnaði í öðru sæti ásamt Stuart Appleby sem skyndilega blandaði sér í baráttuna undir blálokin með þremur fuglum. En Singh dugði að setja niður þetta stutta pútt á átjándu til að tryggja sér sigurinn sem hann og gerði og tryggði sér þannig sinn fyrsta sigur á heimsmótaröðinni og fékk hann 110 milljónir króna í sigurlaun. Þetta var jafnframt fyrsti sigur Singh á stórmóti í 17 mánuði.
Golf Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Sport Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira