Food & Fun heppnaðist vel 25. febrúar 2008 13:34 Kokkar Við Pollinn ásamt gestakokknum Inga Þórarni Friðrikssyni höfðu í nógu að snúast. Myndir: Þorsteinn J. Tómasson. Húsfyllir var á matarhátíðinni Food & Fun sem fór fram Við Pollinn á Ísafirði um helgina. „Hátíðin heppnaðist mjög vel. Hún gekk alveg snurðulaust fyrir sig og matseðill gestakokksins vakti lukku heimamanna, við höfum allavega ekki orðið varir við annað“, segir Eiríkur Gísli Johansson, annar eigandi veitingarstaðarins. Það var Ingi Þórarinn Friðriksson frá Perlunni sem skrifaði fjórrétta matseðill sem samanstóð af verður marineraðri lúðu, frosnum ávaxtadrykk, nautalund og sítrónuböku í eftirrétt. Matarhátíðin Food & fun, sem myndi útleggjast á íslensku sem Fóður og fjör, hefur á undanförnum árum áunnið sér veglegan sess í borgarlífinu í febrúar og nú tóku ellefu veitingastaðir úti á landi þátt í að bjóða upp á spennandi matseðil í stórbrotinni íslenskri náttúru yfir vetrartímann. „Ég vona að það verði framhald á hátíðinni úti á landi. Frá okkar bæjardyrum tókst þetta mjög vel og við erum spenntir að fá að taka þátt aftur á næsta ári“, segir Eiríkur. thelma@bb.is Food and Fun Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent
Food and Fun Mest lesið Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent