Fótbolti

Inter ítalskur meistari - Milan í Uefa keppnina

Stuðningsmenn Inter ærðust af fögnuði í Parma í dag og hér umkringja þeir hetju sína Zlatan Ibrahimovic
Stuðningsmenn Inter ærðust af fögnuði í Parma í dag og hér umkringja þeir hetju sína Zlatan Ibrahimovic NordcPhotos/GettyImages

Zlatan Ibrahimovic var hetja Inter Milan í dag þegar liðið tryggði sér ítalska meistaratitilinn í knattspyrnu í lokaumferð A-deildarinnar.

Zlatan kom inn sem varamaður í síðari hálfleik og skoraði bæði mörk liðsins í 2-0 útisigri á Parma. Inter er þar með ítalskur meistari þriðja árið í röð, en liðið var reyndar alls ekki sannfærandi í lokaumferðunum og misnotaði hvert tækifærið á eftir öðru til að tryggja sér titilinn.

Roma var einu stigi á eftir Inter fyrir lokaumferðina og þurfti því nauðsynlega á sigri að halda, en Rómverjar urðu að láta sér lynda 1-1 jafntefli gegn Catania - sem bjargaði sér falli með stiginu.

AC Milan missti fjórða sætið í hendur Fiorentina þrátt fyrir 4-1 sigur á Udinese, en 1-0 sigur Fiorentina á Torino þýðir að Milan verður að láta sér nægja að spila í Uefa keppninni á næstu leiktíð.

Reggina gerði 2-2 jafntefli við Cagliari á útivelli þar sem Emil Hallfreðsson var allan tímann á bekknum hjá Reggina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×