Eiður: Ég vildi helst mæta Man Utd 21. apríl 2008 15:52 NordcPhotos/GettyImages Eiður Smári Guðjohnsen segir félaga sína hjá Barcelona vel stemmda fyrir leikina gegn Manchester United í Meistaradeildinni. Í samtali við Guardian segist hann helst hafa óskað þess að mæta United af liðunum þremur sem eru í undanúrslitunum ásamt Barcelona. Börsungum hefur ekki gengið sem skildi í deildinni heima fyrir en Eiður segir ekkert vanta upp á sjálfstraustið hjá liðinu. Hann segir United hafa ástæðu til að óttast sóknarþunga Katalóníuliðsins. "Okkur hefur skort sjálfstraust í deildinni hér heima og það er eins og við þurfum að skora þrjú mörk til að geta unnið leik," sagði Eiður, en Barcelona hefur aðeins unnið einn af síðustu átta deildarleikjum sínum. "Í meistaradeildinni hefur okkur aftur á móti gengið betur að verjast og þar vantar ekkert upp á sjálfstraustið. Ég er persónulega með það markmið að sigra í Evrópukeppninni því ég hef tvisvar komist í undanúrslitin," sagði Eiður og bætti við að hann væri feginn að mæta United í undanúrslitunum. "Ég vildi fá United því það er liðið sem hentar okkur best. Gegn þeim fáum við smá pláss til að spila fótbolta. United er hæfileikaríkara lið en Chelsea og Liverpool, en ekki jafn líkamlega sterkt og þétt varnarlega." Eiður minnist þess að United hafi sýnt sér áhuga þegar hann fór frá Chelsea. "United sýndi mér áhuga tvisvar áður en ég fór til Barcelona og það er mikill heiður. Alex Ferguson er goðsögn í lifanda lífi og maður sem hefur gert frábæra hluti. Chelsea vildi hinsvegar ekki selja mig til keppinauta sinna og þegar kom tilboð frá Barcelona- var ég ekki lengi að hugsa mig um," sagði Eiður í samtali við Guardian. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen segir félaga sína hjá Barcelona vel stemmda fyrir leikina gegn Manchester United í Meistaradeildinni. Í samtali við Guardian segist hann helst hafa óskað þess að mæta United af liðunum þremur sem eru í undanúrslitunum ásamt Barcelona. Börsungum hefur ekki gengið sem skildi í deildinni heima fyrir en Eiður segir ekkert vanta upp á sjálfstraustið hjá liðinu. Hann segir United hafa ástæðu til að óttast sóknarþunga Katalóníuliðsins. "Okkur hefur skort sjálfstraust í deildinni hér heima og það er eins og við þurfum að skora þrjú mörk til að geta unnið leik," sagði Eiður, en Barcelona hefur aðeins unnið einn af síðustu átta deildarleikjum sínum. "Í meistaradeildinni hefur okkur aftur á móti gengið betur að verjast og þar vantar ekkert upp á sjálfstraustið. Ég er persónulega með það markmið að sigra í Evrópukeppninni því ég hef tvisvar komist í undanúrslitin," sagði Eiður og bætti við að hann væri feginn að mæta United í undanúrslitunum. "Ég vildi fá United því það er liðið sem hentar okkur best. Gegn þeim fáum við smá pláss til að spila fótbolta. United er hæfileikaríkara lið en Chelsea og Liverpool, en ekki jafn líkamlega sterkt og þétt varnarlega." Eiður minnist þess að United hafi sýnt sér áhuga þegar hann fór frá Chelsea. "United sýndi mér áhuga tvisvar áður en ég fór til Barcelona og það er mikill heiður. Alex Ferguson er goðsögn í lifanda lífi og maður sem hefur gert frábæra hluti. Chelsea vildi hinsvegar ekki selja mig til keppinauta sinna og þegar kom tilboð frá Barcelona- var ég ekki lengi að hugsa mig um," sagði Eiður í samtali við Guardian.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Valgeir fékk að spila og lagði strax upp í fyrsta sigrinum Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Aurier í bann vegna lifrarbólgu Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Sjá meira