Körfubolti

KR lagði Grindavík í uppgjöri toppliðanna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Jón Arnór Stefánsson tryggði KR-ingum sigur í kvöld.
Jón Arnór Stefánsson tryggði KR-ingum sigur í kvöld.

KR vann tveggja stiga sigur 82-80 á Grindavík í toppslag Iceland Express deildar karla í kvöld. KR-ingar höfðu yfirhöndina lengst af en Grindvíkingar komust vel inn í leikinn undir lok leiksins.

Grindvíkingum tókst að minnka muninn í þrjú stig þegar rúm mínúta var til leiksloka en þegar að Jón Arnór Stefánsson kom KR-ingum í fimm stiga forystu þegar skammt var til leiksloka var ljóst að sigurinn væri í höfn.

Þorleifur Ólafsson skoraði þriggja stiga körfu fyrir Grindavík þegar fimm sekúndur voru eftir, en gestirnir fóru illa með nokkur vítaskot á lokamínútunum sem hefðu geta jafnað leikinn.

Staðan í hálfleik var 45-39, KR-ingum í vil en KR hafði sextán stiga forystu þegar fjórði leikhluti hófst, 71-55.

Jón Arnór Stefánsson skoraði 25 stig fyrir KR og Jason Dourisseau sautján. Jakob Sigurðarson skoraði fjórtán stig.

Hjá Grindavík var Þorleifur Ólafsson stigahæstur með 26 stig. Brenton Birmingham var með nítján stig og Páll Axel Vilbergsson tólf, en hann var í strangri gæslu hjá varnarmönnum KR í kvöld. Grindvíkingar léku án Arnars F. Jónssonar sem tók út leikbann.

KR er nú eitt á topp á deildarinnar með fullt hús stiga eftir sex leiki. Grindavík er í öðru sæti með tíu stig.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×