Kovalainen fagnar 27 ára afmæli á ráslínunni 19. október 2008 04:30 Heikki Kovalainen frá Finnlandi er 27 ára i dag og keppir í Formúlu 1 í Sjanghæ á afmælisdaginn. Mynd: Getty Images Finninn Heikki Kovalainen hjá McLaren fagnar 27 ára afmæli sínu í Formúlu 1 mótinu í Sjanhæ í Kína í dag. Hann er fimmti á ráslínu. Kovalainen er á sínu öðru ári í Formúlu 1, en hann hóf feril sinn með Renault í fyrra. Góður árangur í lokamótunum varð til þess að McLaren tók hann upp á sína arma. Það er hefð fyrir því að kaka sé bökuð á afmælisdegi ökumanna og verður veisla fyrir Kovalainen eftir keppnina. Kovalianen varð fimmti í tímatökunni í gær og ræsir af stað fyrir aftan Fernando Alonso og Felipe Massa. "Mér gekk vel í fyrstu og annarri umferð tímatökunnar og var bjartsýnn fyrir lokaumferðina. En ég náði ekki að láta dekkin bíta nægilega í malbikið. Það var eiginlega synd því ég vonaðist eftir betri rásstað en fimmta sæti. Samt er ég ánægður með bílinn og geri ráð fyrir góðu gengi í mótinu", sagði Kovalainen. Kovalainen hefur unnið eitt mót á árinu, en hann mun styðja við bakið á Lewis Hamilton í titilslagnum í þeim tveimur mótum sem eftir eru og ekki taka af honum dýrmæt stig að ósekju. Sjá tölfræði og fróðleik Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Fleiri fréttir Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Finninn Heikki Kovalainen hjá McLaren fagnar 27 ára afmæli sínu í Formúlu 1 mótinu í Sjanhæ í Kína í dag. Hann er fimmti á ráslínu. Kovalainen er á sínu öðru ári í Formúlu 1, en hann hóf feril sinn með Renault í fyrra. Góður árangur í lokamótunum varð til þess að McLaren tók hann upp á sína arma. Það er hefð fyrir því að kaka sé bökuð á afmælisdegi ökumanna og verður veisla fyrir Kovalainen eftir keppnina. Kovalianen varð fimmti í tímatökunni í gær og ræsir af stað fyrir aftan Fernando Alonso og Felipe Massa. "Mér gekk vel í fyrstu og annarri umferð tímatökunnar og var bjartsýnn fyrir lokaumferðina. En ég náði ekki að láta dekkin bíta nægilega í malbikið. Það var eiginlega synd því ég vonaðist eftir betri rásstað en fimmta sæti. Samt er ég ánægður með bílinn og geri ráð fyrir góðu gengi í mótinu", sagði Kovalainen. Kovalainen hefur unnið eitt mót á árinu, en hann mun styðja við bakið á Lewis Hamilton í titilslagnum í þeim tveimur mótum sem eftir eru og ekki taka af honum dýrmæt stig að ósekju. Sjá tölfræði og fróðleik
Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Fleiri fréttir Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira