McLaren kvartar ekki undan Ferrari 20. október 2008 14:56 Hamilton fagnar sigri, en Massa gengur svekktur frá bíl sínum eftir mótð í Sjanghæ í gær. Mynd: Getty Images Martin Whitamarsh, framkvæmdarstjóri McLaren segir liðið ekki búið að tryggja sér né Lewis Hamilton meistaratitil ökumanna. Þrátt fyrir sjö stiga forskot Hamilton á Felipe Massa eftir mótið í gær. Whitmarsh segist ekki fullviss hvað gerði það að verkum að Hamilton hreinlega rúllaði upp Ferrari mönnum á brautinni í Sjanghæ. Þá fannst honum ekkert athugavert þó Kimi Raikkönen hleypti Felipe Massa framúr sér undir lok mótsins til að bæta stigastöðu Massa. "Liðsskipanir eru bannaðar í Formúlu 1, en Ferrari verður að svara fyrir hvað þeir gera í mótum. Við verðum að gæta þess að við gerum engin mistök í mótinu sem eftir er. Hvort sem það er varðandi undirbúning eða keppnisáætlun okkar", sagði Whitmarsh. Hamilton er með forskot í keppni ökumanna, en Ferrari í keppni bílasmiða. Whitmarsh telur að vægi titils ökumanna hafi meira gilda en hinn. "Sama hvað menn segja um titlanna tvo, þá tel ég að titil ökumanns sé sá sem skiptir mestu máli. Fólk man eftir hvaða ökumaður varð meistari. Við viljum vissulega vinna báða og í ljósi þess að Heikki Kovlainen féll úr leik í gær, þá er staða okkar í keppni bílasmiða ekki góð." "En þrátt fyrir forskot Hamiltons, þá er titilinn alls ekki í höfn. Ferrari menn verða erfiðir viðureignar í Brasilíu og Massa verður á heimavelli. Hamilton gerði góða hluti í Sjanghæ og ók eins og meistari myndi gera. Við verðum að vanda til verka og gæta að gæðum bílsins. Í fyrra bilaði gírkassi lítillega hjá Hamilton í lokamótinu, en við verðum að treysta að við undirbúum okkur af bestu getu"; sagði Whitmarsh. Hamilton var með sjö stiga forskot á Kimi Raikkönen í lokamótiinu í fyrra, en tapaði titllinum með eins stigs mun. Sjá næsta mótsstað Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Martin Whitamarsh, framkvæmdarstjóri McLaren segir liðið ekki búið að tryggja sér né Lewis Hamilton meistaratitil ökumanna. Þrátt fyrir sjö stiga forskot Hamilton á Felipe Massa eftir mótið í gær. Whitmarsh segist ekki fullviss hvað gerði það að verkum að Hamilton hreinlega rúllaði upp Ferrari mönnum á brautinni í Sjanghæ. Þá fannst honum ekkert athugavert þó Kimi Raikkönen hleypti Felipe Massa framúr sér undir lok mótsins til að bæta stigastöðu Massa. "Liðsskipanir eru bannaðar í Formúlu 1, en Ferrari verður að svara fyrir hvað þeir gera í mótum. Við verðum að gæta þess að við gerum engin mistök í mótinu sem eftir er. Hvort sem það er varðandi undirbúning eða keppnisáætlun okkar", sagði Whitmarsh. Hamilton er með forskot í keppni ökumanna, en Ferrari í keppni bílasmiða. Whitmarsh telur að vægi titils ökumanna hafi meira gilda en hinn. "Sama hvað menn segja um titlanna tvo, þá tel ég að titil ökumanns sé sá sem skiptir mestu máli. Fólk man eftir hvaða ökumaður varð meistari. Við viljum vissulega vinna báða og í ljósi þess að Heikki Kovlainen féll úr leik í gær, þá er staða okkar í keppni bílasmiða ekki góð." "En þrátt fyrir forskot Hamiltons, þá er titilinn alls ekki í höfn. Ferrari menn verða erfiðir viðureignar í Brasilíu og Massa verður á heimavelli. Hamilton gerði góða hluti í Sjanghæ og ók eins og meistari myndi gera. Við verðum að vanda til verka og gæta að gæðum bílsins. Í fyrra bilaði gírkassi lítillega hjá Hamilton í lokamótinu, en við verðum að treysta að við undirbúum okkur af bestu getu"; sagði Whitmarsh. Hamilton var með sjö stiga forskot á Kimi Raikkönen í lokamótiinu í fyrra, en tapaði titllinum með eins stigs mun. Sjá næsta mótsstað
Mest lesið Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira