Körfubolti

Páll Axel stigahæstur og með hæsta framlagið

Páll Axel er með 33,6 stig að meðaltali í leik, 8,8 fráköst, 4 stoðsendingar og 61% nýtingu í þristum
Páll Axel er með 33,6 stig að meðaltali í leik, 8,8 fráköst, 4 stoðsendingar og 61% nýtingu í þristum

Páll Axel Vilbergsson hjá Grindavík er áberandi þegar litið er yfir efstu menn í tölfræðiþáttum eftir fimm umferðir í Iceland Express deild karla í körfubolta.

Páll Axel er langhæsti leikmaðurinn í deildinni þegar kemur að stigaskori og hefur skorað 33,6 stig að meðaltali í fyrstu fimm leikjunum. Cedic Isom hjá Þór er næstur með 30,6 stig að meðaltali og þeir Justin Shouse hjá Stjörnunni og Nemanja Sovic hjá Breiðablik koma næstir með 24,6 stig.

Ómar Sævarsson hjá ÍR er í algjörum sérflokki í fráköstunum en hann hefur hirt hvorki meira né minna en 16,8 fráköst að meðaltali í fyrstu fimm leikjunum. Hann hirti m.a. 50 fráköst í síðustu tveimur leikjum sínum. Næstur í fráköstunum er Friðrik Stefánsson hjá Njarðvík með 14 fráköst að meðaltali, Fannar Helgason hjá Stjörnunni með 13,2 og Hlynur Bæringsson er með 12,75 fráköst í fjórum leikjum.

Arnar Freyr Jónsson hjá Grindavík er efstur í stoðsendingum með 8,2 stoðsendingar í leik, Cedric Isom er í öðru sæti með 7 stoðsendingar í leik, Sverrir Sverrisson hjá Keflavík í þriðja með 6,4 og Eiríkur Önundarson hjá ÍR með 6,2.

Páll Axel Vilbergsson er með hæsta framlagsstuðulinn í deildinni með 37,6 stig í leik, Cedric Isom með 35,8 stig, Nemanja Sovic með 28,2, Justin Shouse með 26,2 og Friðrik Stefánsson með 25,2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×