Spænska pressan rífur Barcelona í sig Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. apríl 2008 11:18 Eiður Smári Guðjohnsen og Thierry Henry ganga heldur niðurlútir af velli í gær. Nordic Photos / Getty Images Spænskir fjölmiðlar eru allt annað en sáttir við að Barcelona hafi fallið úr leik í Meistaradeild Evrópu í gær. „Liðið er búið," sagði í fyrirsögn á forsíðu Sport í morgun og El Mundo Deportivo sagði að þetta væri „endalok á kafla í sögu liðsins". Barcelona varð Evrópumeistari fyrir tveimur árum en slæmt gengi liðsins í deildinni í ár og tapið fyrir Manchester United í gær gerir það að verkum að liðið vinnur enga titla í ár, rétt eins og í fyrra. Það sé ekki stórliði eins og Barcelona til sóma. Ronaldinho átti stóran þátt í því að félagið varð spænskur meistari tvö ár í röð og auk þess Evrópumeistari en fullvíst þykir að hann sé á leið frá félaginu nú í sumar. Frank Rijkaard, knattspyrnustjóri liðsins, þykir einnig valtur í sessi og veðja margir á að hann fari einnig í sumar. Spænska pressan hefur haldið því fram að fleiri leikmenn séu á leið frá félaginu, til að mynda Deco, Rafael Marquez, Gianluca Zambrotta, Lilian Thuram og Thierry Henry. Sjálfur hefur Rijkaard alltaf neitað því að hann ætli að segja starfi sínu lausu en Deco segir að nú sé kominn tími til aðgerða. „Við berum allir ábyrgð á þessu og við verðum að hugsa um hvað þarf að gera til að koma félaginu aftur á sigurbraut. Við höfum misstigið okkur í lykilleikjum í deildinni og komumst ekki í úrslit Meistaradeildarinnar." Þetta er mjög frábrugðið þeim væntingum sem voru gerðar til liðsins í haust er Thierry Henry var fenginn til félagsins. Þá var rætt um að sóknarþungi liðsins yrði mikill með þeim Ronaldinho, Messi, Eto'o og Henry. Annað hefur komið á daginn enda Barcelona ekki tekist að skora í mörgum lykilleikjum á tímabilinu. Eto'o, Messi og Ronaldinho hafa allir átt við meiðsli að stríða auk þess sem sá fyrstnefndi var lengi fjarverandi vegna Afríkukeppninnar í janúar. Henry hefur átt við ýmis vandamál í sínu einkalífi að stríða og sjaldan náð að standa undir væntingum. Einn af fáum ljósu punktunum í liði Börsunga í ár er innkoma hins sautján ára Bojan Krkic en framtíðin er vissulega björt hjá honum. Örlög Eiðs Smára Guðjohnsen eru óljós hjá félaginu en hann hefur ávallt sagt að hann hafi engin plön um að færa sig um set frá Barcelona á meðan að samningur hans er enn í gildi. Hann hefur hins vegar ítrekað verið orðaður við fjöldamörg lið víða um Evrópu þegar félagaskiptaglugginn hefur verið opinn. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Sport Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Spænskir fjölmiðlar eru allt annað en sáttir við að Barcelona hafi fallið úr leik í Meistaradeild Evrópu í gær. „Liðið er búið," sagði í fyrirsögn á forsíðu Sport í morgun og El Mundo Deportivo sagði að þetta væri „endalok á kafla í sögu liðsins". Barcelona varð Evrópumeistari fyrir tveimur árum en slæmt gengi liðsins í deildinni í ár og tapið fyrir Manchester United í gær gerir það að verkum að liðið vinnur enga titla í ár, rétt eins og í fyrra. Það sé ekki stórliði eins og Barcelona til sóma. Ronaldinho átti stóran þátt í því að félagið varð spænskur meistari tvö ár í röð og auk þess Evrópumeistari en fullvíst þykir að hann sé á leið frá félaginu nú í sumar. Frank Rijkaard, knattspyrnustjóri liðsins, þykir einnig valtur í sessi og veðja margir á að hann fari einnig í sumar. Spænska pressan hefur haldið því fram að fleiri leikmenn séu á leið frá félaginu, til að mynda Deco, Rafael Marquez, Gianluca Zambrotta, Lilian Thuram og Thierry Henry. Sjálfur hefur Rijkaard alltaf neitað því að hann ætli að segja starfi sínu lausu en Deco segir að nú sé kominn tími til aðgerða. „Við berum allir ábyrgð á þessu og við verðum að hugsa um hvað þarf að gera til að koma félaginu aftur á sigurbraut. Við höfum misstigið okkur í lykilleikjum í deildinni og komumst ekki í úrslit Meistaradeildarinnar." Þetta er mjög frábrugðið þeim væntingum sem voru gerðar til liðsins í haust er Thierry Henry var fenginn til félagsins. Þá var rætt um að sóknarþungi liðsins yrði mikill með þeim Ronaldinho, Messi, Eto'o og Henry. Annað hefur komið á daginn enda Barcelona ekki tekist að skora í mörgum lykilleikjum á tímabilinu. Eto'o, Messi og Ronaldinho hafa allir átt við meiðsli að stríða auk þess sem sá fyrstnefndi var lengi fjarverandi vegna Afríkukeppninnar í janúar. Henry hefur átt við ýmis vandamál í sínu einkalífi að stríða og sjaldan náð að standa undir væntingum. Einn af fáum ljósu punktunum í liði Börsunga í ár er innkoma hins sautján ára Bojan Krkic en framtíðin er vissulega björt hjá honum. Örlög Eiðs Smára Guðjohnsen eru óljós hjá félaginu en hann hefur ávallt sagt að hann hafi engin plön um að færa sig um set frá Barcelona á meðan að samningur hans er enn í gildi. Hann hefur hins vegar ítrekað verið orðaður við fjöldamörg lið víða um Evrópu þegar félagaskiptaglugginn hefur verið opinn.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Sport Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira