Spænska pressan rífur Barcelona í sig Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. apríl 2008 11:18 Eiður Smári Guðjohnsen og Thierry Henry ganga heldur niðurlútir af velli í gær. Nordic Photos / Getty Images Spænskir fjölmiðlar eru allt annað en sáttir við að Barcelona hafi fallið úr leik í Meistaradeild Evrópu í gær. „Liðið er búið," sagði í fyrirsögn á forsíðu Sport í morgun og El Mundo Deportivo sagði að þetta væri „endalok á kafla í sögu liðsins". Barcelona varð Evrópumeistari fyrir tveimur árum en slæmt gengi liðsins í deildinni í ár og tapið fyrir Manchester United í gær gerir það að verkum að liðið vinnur enga titla í ár, rétt eins og í fyrra. Það sé ekki stórliði eins og Barcelona til sóma. Ronaldinho átti stóran þátt í því að félagið varð spænskur meistari tvö ár í röð og auk þess Evrópumeistari en fullvíst þykir að hann sé á leið frá félaginu nú í sumar. Frank Rijkaard, knattspyrnustjóri liðsins, þykir einnig valtur í sessi og veðja margir á að hann fari einnig í sumar. Spænska pressan hefur haldið því fram að fleiri leikmenn séu á leið frá félaginu, til að mynda Deco, Rafael Marquez, Gianluca Zambrotta, Lilian Thuram og Thierry Henry. Sjálfur hefur Rijkaard alltaf neitað því að hann ætli að segja starfi sínu lausu en Deco segir að nú sé kominn tími til aðgerða. „Við berum allir ábyrgð á þessu og við verðum að hugsa um hvað þarf að gera til að koma félaginu aftur á sigurbraut. Við höfum misstigið okkur í lykilleikjum í deildinni og komumst ekki í úrslit Meistaradeildarinnar." Þetta er mjög frábrugðið þeim væntingum sem voru gerðar til liðsins í haust er Thierry Henry var fenginn til félagsins. Þá var rætt um að sóknarþungi liðsins yrði mikill með þeim Ronaldinho, Messi, Eto'o og Henry. Annað hefur komið á daginn enda Barcelona ekki tekist að skora í mörgum lykilleikjum á tímabilinu. Eto'o, Messi og Ronaldinho hafa allir átt við meiðsli að stríða auk þess sem sá fyrstnefndi var lengi fjarverandi vegna Afríkukeppninnar í janúar. Henry hefur átt við ýmis vandamál í sínu einkalífi að stríða og sjaldan náð að standa undir væntingum. Einn af fáum ljósu punktunum í liði Börsunga í ár er innkoma hins sautján ára Bojan Krkic en framtíðin er vissulega björt hjá honum. Örlög Eiðs Smára Guðjohnsen eru óljós hjá félaginu en hann hefur ávallt sagt að hann hafi engin plön um að færa sig um set frá Barcelona á meðan að samningur hans er enn í gildi. Hann hefur hins vegar ítrekað verið orðaður við fjöldamörg lið víða um Evrópu þegar félagaskiptaglugginn hefur verið opinn. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Sjá meira
Spænskir fjölmiðlar eru allt annað en sáttir við að Barcelona hafi fallið úr leik í Meistaradeild Evrópu í gær. „Liðið er búið," sagði í fyrirsögn á forsíðu Sport í morgun og El Mundo Deportivo sagði að þetta væri „endalok á kafla í sögu liðsins". Barcelona varð Evrópumeistari fyrir tveimur árum en slæmt gengi liðsins í deildinni í ár og tapið fyrir Manchester United í gær gerir það að verkum að liðið vinnur enga titla í ár, rétt eins og í fyrra. Það sé ekki stórliði eins og Barcelona til sóma. Ronaldinho átti stóran þátt í því að félagið varð spænskur meistari tvö ár í röð og auk þess Evrópumeistari en fullvíst þykir að hann sé á leið frá félaginu nú í sumar. Frank Rijkaard, knattspyrnustjóri liðsins, þykir einnig valtur í sessi og veðja margir á að hann fari einnig í sumar. Spænska pressan hefur haldið því fram að fleiri leikmenn séu á leið frá félaginu, til að mynda Deco, Rafael Marquez, Gianluca Zambrotta, Lilian Thuram og Thierry Henry. Sjálfur hefur Rijkaard alltaf neitað því að hann ætli að segja starfi sínu lausu en Deco segir að nú sé kominn tími til aðgerða. „Við berum allir ábyrgð á þessu og við verðum að hugsa um hvað þarf að gera til að koma félaginu aftur á sigurbraut. Við höfum misstigið okkur í lykilleikjum í deildinni og komumst ekki í úrslit Meistaradeildarinnar." Þetta er mjög frábrugðið þeim væntingum sem voru gerðar til liðsins í haust er Thierry Henry var fenginn til félagsins. Þá var rætt um að sóknarþungi liðsins yrði mikill með þeim Ronaldinho, Messi, Eto'o og Henry. Annað hefur komið á daginn enda Barcelona ekki tekist að skora í mörgum lykilleikjum á tímabilinu. Eto'o, Messi og Ronaldinho hafa allir átt við meiðsli að stríða auk þess sem sá fyrstnefndi var lengi fjarverandi vegna Afríkukeppninnar í janúar. Henry hefur átt við ýmis vandamál í sínu einkalífi að stríða og sjaldan náð að standa undir væntingum. Einn af fáum ljósu punktunum í liði Börsunga í ár er innkoma hins sautján ára Bojan Krkic en framtíðin er vissulega björt hjá honum. Örlög Eiðs Smára Guðjohnsen eru óljós hjá félaginu en hann hefur ávallt sagt að hann hafi engin plön um að færa sig um set frá Barcelona á meðan að samningur hans er enn í gildi. Hann hefur hins vegar ítrekað verið orðaður við fjöldamörg lið víða um Evrópu þegar félagaskiptaglugginn hefur verið opinn.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Körfubolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Handbolti „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Sjá meira