Selur ljósmyndir í Gleðibankanum 24. október 2008 05:00 Opnar gleðibankann í Kolaportinu. Jóhannes heldur ljósmyndasýninguna Gleðibankann í Kolaportinu um helgina og sýnir 100 ljósmyndir sem voru allar teknar í fyrrasumar. Fréttablaðið/Anton „Ég hef alltaf þrjóskast við að taka á filmu þar sem mér finnst digital-myndavélarnar ekki skila sömu sál og filman," segir Jóhannes Kjartansson, ljósmyndari og grafískur hönnuður. Um helgina heldur hann sína þriðju ljósmyndasýningu sem haldin verður í Kolaportinu og ber heitið Gleðibankinn. „Ég hef verið að taka myndir fyrir alvöru síðan 2005 og hef tekið hátt í 900 filmur á þessum þremur árum. Ég hef eytt í það minnsta 1.500.000 krónum í framköllun, sem er kannski ekki mjög skynsamleg fjárfesting, en ég hef samt alltaf verið sjúkur í að skipta krónunum mínum út fyrir ljósmyndir," útskýrir Jóhannes sem mun þó aðallega sýna nýlegar myndir á sýningunni um helgina. „Þetta eru allt myndir sem höfðu safnast saman frá því síðasta sumar, en ég átti ekki pening til að framkalla fyrr en fyrir nokkrum dögum. Þetta eru aðallega andlitsmyndir og fólk að skemmta sér í bland við borgarlandslag. Myndirnar sýna gleðina sem einkenndi mannlífið í Reykjavík áður en gengið, brosin og bankarnir féllu og endurspegla svolítið bjartsýnina sem ríkti í sumar en er orðin svolítið kaldhæðnisleg núna," útskýrir Jóhannes. „Á sýningunni verða 100 myndir svo það verður hægt að kaupa hlutabréf í Gleðibankanum á genginu 0,01 með því að kaupa mynd," segir Jóhannes að lokum. - ag Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
„Ég hef alltaf þrjóskast við að taka á filmu þar sem mér finnst digital-myndavélarnar ekki skila sömu sál og filman," segir Jóhannes Kjartansson, ljósmyndari og grafískur hönnuður. Um helgina heldur hann sína þriðju ljósmyndasýningu sem haldin verður í Kolaportinu og ber heitið Gleðibankinn. „Ég hef verið að taka myndir fyrir alvöru síðan 2005 og hef tekið hátt í 900 filmur á þessum þremur árum. Ég hef eytt í það minnsta 1.500.000 krónum í framköllun, sem er kannski ekki mjög skynsamleg fjárfesting, en ég hef samt alltaf verið sjúkur í að skipta krónunum mínum út fyrir ljósmyndir," útskýrir Jóhannes sem mun þó aðallega sýna nýlegar myndir á sýningunni um helgina. „Þetta eru allt myndir sem höfðu safnast saman frá því síðasta sumar, en ég átti ekki pening til að framkalla fyrr en fyrir nokkrum dögum. Þetta eru aðallega andlitsmyndir og fólk að skemmta sér í bland við borgarlandslag. Myndirnar sýna gleðina sem einkenndi mannlífið í Reykjavík áður en gengið, brosin og bankarnir féllu og endurspegla svolítið bjartsýnina sem ríkti í sumar en er orðin svolítið kaldhæðnisleg núna," útskýrir Jóhannes. „Á sýningunni verða 100 myndir svo það verður hægt að kaupa hlutabréf í Gleðibankanum á genginu 0,01 með því að kaupa mynd," segir Jóhannes að lokum. - ag
Mest lesið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira