Ísbirni bjargað frá drukknun Karen Dröfn Kjartansdóttir skrifar 4. júní 2008 07:00 Lögreglan hefur legið undir nokkru ámæli að undanförnu. Fólk hefur ítrekað tuðað undan harðræði nokkurra lögregluþjóna. Lögreglan hefur svo ávallt brugðist við slíkum fregnum með því að ræða um aukið álag innan lögreglunnar, glæponar séu harðsvíraðri, hingað streymi stórhættulegir erlendir glæpahópar og ég veit ekki hvað og hvað. Við þessari þróun verði að bregðast með rafbyssum og valdbeitingarhundum. Ekki dettur mér í hug að vefengja orð lögreglumanna. Vörubílstjóramótmælin verðskulduðu til að mynda án efa þær aðgerðir sem lögreglumenn gripu til að mínum dómi. Löggan sem öskraði gas gas þótti mér standa sig með mikilli prýði og augljóst að drengurinn sá hefur verið til fyrirmyndar í lögregluskólanum og kom mér því ekki á óvart að sjá að þessi sami ungi maður hefur verið heiðraður fyrir frækilegt björgunarafrek. 10-11 niðursveiflan veldur mér ögn meiri vandkvæðum. Líklega hafa viðbrögð lögreglumannsins ekki verið þau allra ákjósanlegustu og því vil ég síður verja þau. Hins vegar lýsi ég yfir skilningi með öllum þeim sem hafa misst stjórn á sér gagnvart unglingum á bílprófsaldri sem geta ekki komið í verslun án þess að lögregla sé kölluð til. Tilveru Ríkislögreglustjóraembættisins hef ég svo varið með því að vísa til þess að alþjóðlegir glæpahringir virðast vera að bíta sig í íslenska þjóðarsál samkvæmt embættismönnunum sem þar starfa. Ekki efast ég um mikilvægi þess að sporna við þeirri þróun þótt mér finnist ég heyra fremur lítið af afköstum þessa risaembættis. Þótt Ríkislögreglustjóri hafi heilt almannatengslafyrirtæki á sínum snærum - Kynning og markað - er ljóst að lögregluna sárvantar almennilegan ímyndarsérfræðing. Mann sem hringir í fjölmiðla í hvert sinn sem laglegur lögregluþjónn leiðbeinir barni í umferð, bjargar kisu úr voða eða vinnur aðrar dáðir. Í gær varð mér ljóst að það er við ramman reip að draga. Sjálf hef ég keypt sparperur, hjólað í vinnuna og flokkað rusl til að bjarga ísbjörnum frá drukknun í hlýnandi heimi. Loksins þegar einu aumingjans bjarndýri tekst að svamla á land mætir lögreglan á svæðið og lætur skjóta það! Almennilegur ímyndarsérfræðingur hefði vitaskuld bent þeim á að nota kolefnisjafnaða rafbyssu. En hey, ísbjörninn drukknaði að minnsta kosti ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karen Kjartansdóttir Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun
Lögreglan hefur legið undir nokkru ámæli að undanförnu. Fólk hefur ítrekað tuðað undan harðræði nokkurra lögregluþjóna. Lögreglan hefur svo ávallt brugðist við slíkum fregnum með því að ræða um aukið álag innan lögreglunnar, glæponar séu harðsvíraðri, hingað streymi stórhættulegir erlendir glæpahópar og ég veit ekki hvað og hvað. Við þessari þróun verði að bregðast með rafbyssum og valdbeitingarhundum. Ekki dettur mér í hug að vefengja orð lögreglumanna. Vörubílstjóramótmælin verðskulduðu til að mynda án efa þær aðgerðir sem lögreglumenn gripu til að mínum dómi. Löggan sem öskraði gas gas þótti mér standa sig með mikilli prýði og augljóst að drengurinn sá hefur verið til fyrirmyndar í lögregluskólanum og kom mér því ekki á óvart að sjá að þessi sami ungi maður hefur verið heiðraður fyrir frækilegt björgunarafrek. 10-11 niðursveiflan veldur mér ögn meiri vandkvæðum. Líklega hafa viðbrögð lögreglumannsins ekki verið þau allra ákjósanlegustu og því vil ég síður verja þau. Hins vegar lýsi ég yfir skilningi með öllum þeim sem hafa misst stjórn á sér gagnvart unglingum á bílprófsaldri sem geta ekki komið í verslun án þess að lögregla sé kölluð til. Tilveru Ríkislögreglustjóraembættisins hef ég svo varið með því að vísa til þess að alþjóðlegir glæpahringir virðast vera að bíta sig í íslenska þjóðarsál samkvæmt embættismönnunum sem þar starfa. Ekki efast ég um mikilvægi þess að sporna við þeirri þróun þótt mér finnist ég heyra fremur lítið af afköstum þessa risaembættis. Þótt Ríkislögreglustjóri hafi heilt almannatengslafyrirtæki á sínum snærum - Kynning og markað - er ljóst að lögregluna sárvantar almennilegan ímyndarsérfræðing. Mann sem hringir í fjölmiðla í hvert sinn sem laglegur lögregluþjónn leiðbeinir barni í umferð, bjargar kisu úr voða eða vinnur aðrar dáðir. Í gær varð mér ljóst að það er við ramman reip að draga. Sjálf hef ég keypt sparperur, hjólað í vinnuna og flokkað rusl til að bjarga ísbjörnum frá drukknun í hlýnandi heimi. Loksins þegar einu aumingjans bjarndýri tekst að svamla á land mætir lögreglan á svæðið og lætur skjóta það! Almennilegur ímyndarsérfræðingur hefði vitaskuld bent þeim á að nota kolefnisjafnaða rafbyssu. En hey, ísbjörninn drukknaði að minnsta kosti ekki.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun