Átján ára verðbólgumet Svanborg Sigmarsdóttir skrifar 27. maí 2008 06:00 Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir stærðu sig af því nú um helgina að um áttatíu prósent stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar væri nú í höfn eða í góðum farvegi í viðkomandi ráðuneyti. Tilefnið var að meta samstarf ríkisstjórnarinnar eftir eitt ár. Erfitt er að meta gildi fullyrðingarinnar um áttatíu prósent því ekki er vitað um öll verkefni sem verið er að vinna að innan ráðuneytanna né heldur hvað kemur út úr þeirri vinnu. Það sló tóninn fyrir þetta fyrsta ár þegar Hafrannsóknastofnun mælti með því að þorskkvótinn yrði minnkaður um þriðjung. Þrátt fyrir að fiskveiðar séu, sem betur fer, ekki lengur eina undirstaða íslensks efnahagslífs munar um minna. Það sem stendur upp úr nú er að ekki hefur tekist að fylgja fyrsta kafla stefnuyfirlýsingarinnar; um trausta og ábyrga efnahagsstjórn. Þar segir að eitt brýnasta verkefni ríkisstjórnarinnar sé að tryggja stöðugleika í efnahagslífinu. Það er það sem nú á vantar. Stjórnarandstaðan gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega hér í Fréttablaðinu á laugardag og sagði stjórnina ekki hafa tekið á efnahagsvandanum. Sumir, líkt og Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, þurfa í þeim efnum einnig að líta í eigin barm, því hluti af vandanum nú er ofþensla efnahagsins á síðasta kjörtímabili þegar hann átti aðild að ríkisstjórn. Hann sagði í laugardagsblaðinu að það hefði verið alveg ljóst á síðustu tveimur árum síðustu ríkisstjórnar að verið væri að glíma við ofþenslu. Því er eðlilegt að spyrja hvort hann telji þá ekki að ríkisstjórnin sem hann átti aðild að hefði ekki átt að bregðast við þá, í stað þess að bíða eftir aðgerðum þessarar ríkisstjórnar? Steingrímur J. Sigfússon er samkvæmari sjálfum sér, þar sem hann hefur gagnrýnt skort á viðbrögðum ríkisstjórnanna við ofþenslu síðustu ára. Hættumerkið í efnahagslífinu sem blasti við okkur í gær var ný mæling á verðbólgunni sem sýndi að hún hefði ekki verið hærri í átján ár. Viðbrögð Geirs H. Haarde voru á þá leið að hann reiknaði með að nú færi að hægja á verðbólgunni, líkt og hann sagði fyrir mánuði síðan. Það er þá kannski spurning hvernig eigi að bregðast við verðbólgunni, á annan hátt en bara að bíða og vona. Verðbólga er auðvitað ekkert annað en kjararýrnun fyrir almenning í landinu og því nauðsynlegt að reyna að spyrna við fótum gegn henni. Verkalýðshreyfingar hafa í þeim efnum staðið sig vel, með takmörkuðum launahækkunum í nýafstöðnum kjarasamningum. Það verður ekki dregið í efa að ráðherrar hafi reynt að ná tökum á efnahagslífinu, þó svo svör þeirra við fyrirspurnum fjölmiðla hafi verið á þá leið að það verði bara að bíða og sjá. Eitt svarið lá fyrir í gær þegar dreift var á Alþingi frumvarpi sem heimilar erlenda lántöku. Nú hefur verið rætt um það í nokkurn tíma að ríkisstjórnin verði að fara í slíka lántöku og því spurning af hverju frumvarpið var ekki lagt fram fyrr, til að sýna að ríkisstjórninni væri full alvara með það að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabankans og verja efnahagslífið frekari áföllum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanborg Sigmarsdóttir Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun
Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir stærðu sig af því nú um helgina að um áttatíu prósent stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar væri nú í höfn eða í góðum farvegi í viðkomandi ráðuneyti. Tilefnið var að meta samstarf ríkisstjórnarinnar eftir eitt ár. Erfitt er að meta gildi fullyrðingarinnar um áttatíu prósent því ekki er vitað um öll verkefni sem verið er að vinna að innan ráðuneytanna né heldur hvað kemur út úr þeirri vinnu. Það sló tóninn fyrir þetta fyrsta ár þegar Hafrannsóknastofnun mælti með því að þorskkvótinn yrði minnkaður um þriðjung. Þrátt fyrir að fiskveiðar séu, sem betur fer, ekki lengur eina undirstaða íslensks efnahagslífs munar um minna. Það sem stendur upp úr nú er að ekki hefur tekist að fylgja fyrsta kafla stefnuyfirlýsingarinnar; um trausta og ábyrga efnahagsstjórn. Þar segir að eitt brýnasta verkefni ríkisstjórnarinnar sé að tryggja stöðugleika í efnahagslífinu. Það er það sem nú á vantar. Stjórnarandstaðan gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega hér í Fréttablaðinu á laugardag og sagði stjórnina ekki hafa tekið á efnahagsvandanum. Sumir, líkt og Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, þurfa í þeim efnum einnig að líta í eigin barm, því hluti af vandanum nú er ofþensla efnahagsins á síðasta kjörtímabili þegar hann átti aðild að ríkisstjórn. Hann sagði í laugardagsblaðinu að það hefði verið alveg ljóst á síðustu tveimur árum síðustu ríkisstjórnar að verið væri að glíma við ofþenslu. Því er eðlilegt að spyrja hvort hann telji þá ekki að ríkisstjórnin sem hann átti aðild að hefði ekki átt að bregðast við þá, í stað þess að bíða eftir aðgerðum þessarar ríkisstjórnar? Steingrímur J. Sigfússon er samkvæmari sjálfum sér, þar sem hann hefur gagnrýnt skort á viðbrögðum ríkisstjórnanna við ofþenslu síðustu ára. Hættumerkið í efnahagslífinu sem blasti við okkur í gær var ný mæling á verðbólgunni sem sýndi að hún hefði ekki verið hærri í átján ár. Viðbrögð Geirs H. Haarde voru á þá leið að hann reiknaði með að nú færi að hægja á verðbólgunni, líkt og hann sagði fyrir mánuði síðan. Það er þá kannski spurning hvernig eigi að bregðast við verðbólgunni, á annan hátt en bara að bíða og vona. Verðbólga er auðvitað ekkert annað en kjararýrnun fyrir almenning í landinu og því nauðsynlegt að reyna að spyrna við fótum gegn henni. Verkalýðshreyfingar hafa í þeim efnum staðið sig vel, með takmörkuðum launahækkunum í nýafstöðnum kjarasamningum. Það verður ekki dregið í efa að ráðherrar hafi reynt að ná tökum á efnahagslífinu, þó svo svör þeirra við fyrirspurnum fjölmiðla hafi verið á þá leið að það verði bara að bíða og sjá. Eitt svarið lá fyrir í gær þegar dreift var á Alþingi frumvarpi sem heimilar erlenda lántöku. Nú hefur verið rætt um það í nokkurn tíma að ríkisstjórnin verði að fara í slíka lántöku og því spurning af hverju frumvarpið var ekki lagt fram fyrr, til að sýna að ríkisstjórninni væri full alvara með það að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabankans og verja efnahagslífið frekari áföllum.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun