NBA: Lakers komið í 3-1 Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. maí 2008 09:23 Brent Barry reynir hér að tryggja sínum mönnum sigur í leiknum en margir töldu að Derek Fisher hafi brotið á honum í skottilraun hans. Nordic Photos / Getty Images LA Lakers vann í nótt tveggja stiga sigur á San Antonio, 93-91, og er þar með komið með 3-1 forystu í úrslitarimmu liðanna í Vesturdeildinni í NBA-körfuboltanum. Brent Barry, leikmaður San Antonio, reyndi að tryggja sínum mönnum sigur með þriggja stiga skoti undir lok leiksins en skot hans geigaði. Margir töldu reyndar að Derek Fisher, leikmaður Lakers, hafði brotið á Barry en ekkert var dæmt. Lakers var með forystu allan leikinn eftir að hafa komist í 22-8 forystu strax í upphafi leiksins. San Antonio náði að minnka muninn í tvö stig í fjórða leikhluta, 81-79, en þá skoraði Lakers sjö stig í röð. Lakers hafði einmitt sjö stiga forystu þegar 50 sekúndur voru til leiksloka en þá misnotaði Pau Gasol tvö vítaskot. San Antonio náði að minnka muninn í 93-91 en komst ekki nær sem fyrr segir. „Það er ekki dæmt á svona lagað í úrslitum Vesturdeildarinnar," sagði Barry um meint brot Fisher á sér. „Kannski í deildarkeppninni en ekki í úrslitunum." Gregg Popovich, þjálfari Spurs, tók í samskonar streng. „Ef ég hefði verið dómarinn hefði ég ekki dæmt á þetta." Fisher sjálfur átti heldur aldrei von á því að hann yrði dæmdur brotlegur. „Ég held að við lentum á sama tíma og það var vissulega snerting. En ég braut ekki á honum." Kobe Bryant fór mikinn í leiknum og skoraði 28 stig þrátt fyrir að fara aldrei á vítalínuna. Hann tók einnig tíu fráköst. Lamar Odom var með sextán stig, Vladimir Radmanovic ellefu og Pau Gasol tíu stig og tíu fráköst. Hjá San Antonio var Tim Duncan stigahæstur með 29 stig og sautján fráköst. Tony Parker og Barry voru með 23 stig hver en aðrir voru með sjö stig eða minna. Lakers getur nú tryggt sér sigur í úrslitum NBA-deildarinnar á fimmtudagskvöldið með sigri á heimavelli. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti. NBA Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Þór Þ. - Valur | Hafa farið rólega úr blokkunum Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Leik lokið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Leik lokið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þór Þ. - Valur | Hafa farið rólega úr blokkunum Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Sjá meira
LA Lakers vann í nótt tveggja stiga sigur á San Antonio, 93-91, og er þar með komið með 3-1 forystu í úrslitarimmu liðanna í Vesturdeildinni í NBA-körfuboltanum. Brent Barry, leikmaður San Antonio, reyndi að tryggja sínum mönnum sigur með þriggja stiga skoti undir lok leiksins en skot hans geigaði. Margir töldu reyndar að Derek Fisher, leikmaður Lakers, hafði brotið á Barry en ekkert var dæmt. Lakers var með forystu allan leikinn eftir að hafa komist í 22-8 forystu strax í upphafi leiksins. San Antonio náði að minnka muninn í tvö stig í fjórða leikhluta, 81-79, en þá skoraði Lakers sjö stig í röð. Lakers hafði einmitt sjö stiga forystu þegar 50 sekúndur voru til leiksloka en þá misnotaði Pau Gasol tvö vítaskot. San Antonio náði að minnka muninn í 93-91 en komst ekki nær sem fyrr segir. „Það er ekki dæmt á svona lagað í úrslitum Vesturdeildarinnar," sagði Barry um meint brot Fisher á sér. „Kannski í deildarkeppninni en ekki í úrslitunum." Gregg Popovich, þjálfari Spurs, tók í samskonar streng. „Ef ég hefði verið dómarinn hefði ég ekki dæmt á þetta." Fisher sjálfur átti heldur aldrei von á því að hann yrði dæmdur brotlegur. „Ég held að við lentum á sama tíma og það var vissulega snerting. En ég braut ekki á honum." Kobe Bryant fór mikinn í leiknum og skoraði 28 stig þrátt fyrir að fara aldrei á vítalínuna. Hann tók einnig tíu fráköst. Lamar Odom var með sextán stig, Vladimir Radmanovic ellefu og Pau Gasol tíu stig og tíu fráköst. Hjá San Antonio var Tim Duncan stigahæstur með 29 stig og sautján fráköst. Tony Parker og Barry voru með 23 stig hver en aðrir voru með sjö stig eða minna. Lakers getur nú tryggt sér sigur í úrslitum NBA-deildarinnar á fimmtudagskvöldið með sigri á heimavelli. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti.
NBA Mest lesið Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Handbolti Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Fótbolti FH - Haukar | Harður slagur um Hafnarfjörð Handbolti Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Körfubolti Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Enski boltinn Þór Þ. - Valur | Hafa farið rólega úr blokkunum Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Leik lokið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Leik lokið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þór Þ. - Valur | Hafa farið rólega úr blokkunum Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Sjá meira