Danskur Niflungahringur 15. júlí 2008 06:00 Óperuhúsið í Kaupmannahöfn fær mikið rými í nýrri danskri útgáfu af Niflungahringnum eftir Wagner. Í gær kom út á vegum Decca safn DVD-diska með Niflungahring Wagners í sviðsetningu Konunglega danska leikhússins. Uppsetningin er frá 2006 og er verk hins kornunga óperustjóra, Kasars Bech Holten. Kassinn kemur út eftir hálfan mánuð í Þýskalandi, sama dag og Iréne Theorin, sem syngur Brynhildi, kemur fram í Bayreuth í hlutverki Ísoldar. Upptakan kostaði 82 milljónir íslenskra króna en Þykir líkleg til að styrkja stöðu óperunnar á óperumarkaði Evrópu. Flytjendur gáfu eftir launin sín og stofnuðu samlag sem tekur við hlut þeirra af útgáfunni. Óperan tekur yfir fjórtán klukkustundir í flutningi. Er þetta eina útgáfan sem Decca hefur á boðstólum af verkinu en fyrir á markaði eru sjö útgáfur, tvær þeirra upprunnar í Bayreuth. Þrjár sýningar voru teknar upp og það án þátttöku Danska ríkisútvarpsins sem hefur lagt af sendingar frá óperusýningum sökum fjárskorts. Mikið ýtarefni er á diskunum, meðal annars langt samtal óperustjórans og Margretar Þórhildar Danadrottningar. Verkið er gefið út undir titlinum Danski Niflungahringurinn. - pbb Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Í gær kom út á vegum Decca safn DVD-diska með Niflungahring Wagners í sviðsetningu Konunglega danska leikhússins. Uppsetningin er frá 2006 og er verk hins kornunga óperustjóra, Kasars Bech Holten. Kassinn kemur út eftir hálfan mánuð í Þýskalandi, sama dag og Iréne Theorin, sem syngur Brynhildi, kemur fram í Bayreuth í hlutverki Ísoldar. Upptakan kostaði 82 milljónir íslenskra króna en Þykir líkleg til að styrkja stöðu óperunnar á óperumarkaði Evrópu. Flytjendur gáfu eftir launin sín og stofnuðu samlag sem tekur við hlut þeirra af útgáfunni. Óperan tekur yfir fjórtán klukkustundir í flutningi. Er þetta eina útgáfan sem Decca hefur á boðstólum af verkinu en fyrir á markaði eru sjö útgáfur, tvær þeirra upprunnar í Bayreuth. Þrjár sýningar voru teknar upp og það án þátttöku Danska ríkisútvarpsins sem hefur lagt af sendingar frá óperusýningum sökum fjárskorts. Mikið ýtarefni er á diskunum, meðal annars langt samtal óperustjórans og Margretar Þórhildar Danadrottningar. Verkið er gefið út undir titlinum Danski Niflungahringurinn. - pbb
Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira