Fótbolti

Kaka ætlar að vera áfram hjá Milan

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kaka í leik með AC Milan.
Kaka í leik með AC Milan. Nordic Photos / AFP

Brasilíumaðurinn Kaka segist ekki vera á leið frá AC Milan til Chelsea. Hann ætli sér að vera áfram í herbúðum Milan.

Chelsea hefur lengi verið orðað við Kaka og sagt vera reiðubúið að greiða allt að 80 milljónir punda fyrir kappann.

En sjálfur segir Kaka að hann verði áfram hjá Milan. „Ég ætla að hjálpa Milan að vinna þá titla sem við erum að keppa um. Félagið hefur fengið nokkra frábæra leikmenn til félagsins og Sheva mun aðlagast því án nokkurra vandræða."

Orðrómur var á kreiki um að Shevchenko myndi fara til Milan í skiptum fyrir Kaka en sá síðarnefndi segir það ekki frá sér komið.

„Ef einhver lofaði Abramovich að ég myndi koma þá var það ekki ég. Ég hef alltaf sagt að ég sé ánægður hjá Milan. Á meðan að mín markmið samræmis markmiðum félagsins verð ég áfram. Hingað til hefur það alltaf verið þannig."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×