Fjárfestar kættust vestanhafs 18. september 2008 20:18 Hamagangur á markaði á Wall Street í dag. Mynd/AP Dagurinn endaði með látum á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag eftir að bandaríska viðskiptasjónvarpsstöðin CNBC greindi frá því síðdegis að Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, væri að íhuga að koma á laggirnar sérstökum tryggingasjóði sem bankar gætu sótt í í skiptum fyrir gjaldfallin lán. Bandarísk stjórnvöld hafa í dag, í slagtogi við nokkra seðlabanka víða um heim, gripið til viðamikilla aðgerða til að koma í veg fyrir frekari hremmingar á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Meðal annars hafa seðlabankarnir dælt háum fjárhæðum inn á markaðina í því skyni að skrúfa frá lánum banka á milli og slá á áhyggjur fjárfesta að fleiri fjármálafyrirtæki geti riðað til falls líkt og gerðist fyrr í vikunni. Þá setti George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sitt lóð og vogaskálarnar þegar hann frestaði fjáröflunarferð sinni fyrir Repúblíkanaflokkinni í dag til að ræða um aðgerðir stjórnvalda í þeim ólgusjó sem riðið hafa yfir alþjóðlega markaði upp á síðkastið. Meðal annars minntist hann á þjóðnýtingu hálfopinberu fasteignalánasjóðanna Fannie Mae og Freddie Mac fyrir skömmu og tryggingarisans AIG í vikunni. Hefði AIG farið á hliðina hefði það haft hræðilegar afleiðingar í för með sér, sagði forsetinn og lagði áherslu á að setja þyrfti hertar reglur um starfsemi fjármálafyrirtækja og setja skortsölu með hlutabréf skorður. Dow Jones-hlutabréfavísitalan skaust rétt upp fyrir ellefu þúsund stiga markið á ný í dag , eða um heil 3,86 prósent. Vísitalan féll um rúm fjögur prósent í gær. Þá rauk Nasdaq-vísitalan upp um 4,78 prósent í dag eftir tæplega fimm prósenta fall í gær. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Sjá meira
Dagurinn endaði með látum á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag eftir að bandaríska viðskiptasjónvarpsstöðin CNBC greindi frá því síðdegis að Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, væri að íhuga að koma á laggirnar sérstökum tryggingasjóði sem bankar gætu sótt í í skiptum fyrir gjaldfallin lán. Bandarísk stjórnvöld hafa í dag, í slagtogi við nokkra seðlabanka víða um heim, gripið til viðamikilla aðgerða til að koma í veg fyrir frekari hremmingar á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Meðal annars hafa seðlabankarnir dælt háum fjárhæðum inn á markaðina í því skyni að skrúfa frá lánum banka á milli og slá á áhyggjur fjárfesta að fleiri fjármálafyrirtæki geti riðað til falls líkt og gerðist fyrr í vikunni. Þá setti George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sitt lóð og vogaskálarnar þegar hann frestaði fjáröflunarferð sinni fyrir Repúblíkanaflokkinni í dag til að ræða um aðgerðir stjórnvalda í þeim ólgusjó sem riðið hafa yfir alþjóðlega markaði upp á síðkastið. Meðal annars minntist hann á þjóðnýtingu hálfopinberu fasteignalánasjóðanna Fannie Mae og Freddie Mac fyrir skömmu og tryggingarisans AIG í vikunni. Hefði AIG farið á hliðina hefði það haft hræðilegar afleiðingar í för með sér, sagði forsetinn og lagði áherslu á að setja þyrfti hertar reglur um starfsemi fjármálafyrirtækja og setja skortsölu með hlutabréf skorður. Dow Jones-hlutabréfavísitalan skaust rétt upp fyrir ellefu þúsund stiga markið á ný í dag , eða um heil 3,86 prósent. Vísitalan féll um rúm fjögur prósent í gær. Þá rauk Nasdaq-vísitalan upp um 4,78 prósent í dag eftir tæplega fimm prósenta fall í gær.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Nammið rýkur áfram upp í verði Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Landsbankinn lækkar vexti Viðskipti innlent Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Viðskipti innlent Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbankinn lækkar vexti Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Bein útsending: UTmessan Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Sjá meira