Mikill skellur á Wall Street 22. september 2008 20:24 Mynd/AP Helstu hlutabréfavísitölur féllu verulega á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Skellurinn skýrist af hagnaðartöku fjárfesta eftir mikla hækkun vestanhafs á föstudag auk þess sem þeir festu fjármuni sína í tryggu skjóli, svo sem í gulli, olíu og annarri hrávöru. Björgunaraðgerðir stjórnvalda, sem kynntar voru á föstudag og fela í sér að ríkið setji á laggirnar sjóð, einskonar ruslakistu fyrir undirmálslán og aðra fjármálagjörninga sem eru næsta verðlausir í dag eftir verðfall á bandarískum fasteignamarkaði, þykir einkar kostnaðarsamur. Kostnaður ríkisins mun hlaupa á um 700 milljörðum bandaríkjadala, sem að nær öllu leyti verður tekinn úr vasa skattgreiðenda. Fjárfestum þykir verðmiðinn hár og líklegur til að fella gengi bandaríkjadals gagnvart helstu gjaldmiðlum. Kaup á varanlegum og allt að því gamaldags fjárfestingakostum þykir því öruggt skjól frá hremmingum á fjármálamörkuðum. Þá bætir Bloomberg-fréttastofan því við, að margir þeirra eftist um að björgunaraðgerðirnar nái að forða landinu frá yfirvofandi samdrætti. Neytendafyrirtæki á borð við Apple en gengi hlutabréfa í fyrirtækinu féll um sjö prósent í dag. Þróun hlutabréfaverðs hjá fyrirtækinu dró fleiri neytendafyrirtæki með sér í fallinu. Þróunin skilaði sér í mikilli hækkun á gulli og hráolíu, sem skaust upp um 25 dali á tunnu. Stökk sem þetta hefur aldrei fyrr sést í sögubókum fjármálamarkaða. Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um 3,27 prósent og Nasdaq-vísitalan um 4,17 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Helstu hlutabréfavísitölur féllu verulega á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Skellurinn skýrist af hagnaðartöku fjárfesta eftir mikla hækkun vestanhafs á föstudag auk þess sem þeir festu fjármuni sína í tryggu skjóli, svo sem í gulli, olíu og annarri hrávöru. Björgunaraðgerðir stjórnvalda, sem kynntar voru á föstudag og fela í sér að ríkið setji á laggirnar sjóð, einskonar ruslakistu fyrir undirmálslán og aðra fjármálagjörninga sem eru næsta verðlausir í dag eftir verðfall á bandarískum fasteignamarkaði, þykir einkar kostnaðarsamur. Kostnaður ríkisins mun hlaupa á um 700 milljörðum bandaríkjadala, sem að nær öllu leyti verður tekinn úr vasa skattgreiðenda. Fjárfestum þykir verðmiðinn hár og líklegur til að fella gengi bandaríkjadals gagnvart helstu gjaldmiðlum. Kaup á varanlegum og allt að því gamaldags fjárfestingakostum þykir því öruggt skjól frá hremmingum á fjármálamörkuðum. Þá bætir Bloomberg-fréttastofan því við, að margir þeirra eftist um að björgunaraðgerðirnar nái að forða landinu frá yfirvofandi samdrætti. Neytendafyrirtæki á borð við Apple en gengi hlutabréfa í fyrirtækinu féll um sjö prósent í dag. Þróun hlutabréfaverðs hjá fyrirtækinu dró fleiri neytendafyrirtæki með sér í fallinu. Þróunin skilaði sér í mikilli hækkun á gulli og hráolíu, sem skaust upp um 25 dali á tunnu. Stökk sem þetta hefur aldrei fyrr sést í sögubókum fjármálamarkaða. Dow Jones-hlutabréfavísitalan féll um 3,27 prósent og Nasdaq-vísitalan um 4,17 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira