Ferðalag um hið ókunna 17. maí 2008 06:00 Skyr Lee Bob er listahópur sem tekur þátt í Ferðalagi á Austurlandi. Listaverkefninu Ferðalag verður ýtt úr vör í dag, en um er að ræða framtak þriggja listastofnanna á Austurlandi í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík. Stofnanirnar eru Skaftfell - miðstöð menningar á Austurlandi, Sláturhús - Menningarsetur og Eiðar listasetur. Ferðalagi er ætlað að drífa áhorfendur með sér á vit hins ókunna og óvænta og leiða þá um hugmyndabanka þeirra listamanna sem taka þátt í verkefninu, með drjúgri viðkomu í hugskotum þeirra og sálarkimum. Þannig gefst áhorfendum kostur á að upplifa eftirminnilega listviðburði í fögru umhverfi og björtu vori á Austurlandi. En hverjir eru þessir listamenn sem veita dýrmæta innsýn í sálarkima sína? Á Eiðum sýna tveir listamenn verk sín, þeir Lennart Alves og Hrafnkell Sigurðsson. Þeir félagar eiga það sameiginlegt að vinna talsvert með ljósmyndir og því verður forvitnilegt að sjá hvort einhver samhljómur myndist á milli sýninga þeirra á Eiðum. Í Sláturhúsi-Menningarsetri má sjá verk eftir breska listamanninn Paul Harfleet, finnska hljóðlistamanninn Matti Saarinen og Söru Björnsdóttur. Þessir listamenn eiga það sameiginlegt að pólitískur undirtónn er í verkum þeirra, en að öðru leyti má vænta þess að sýningar þeirra verði talsvert ólíkar. Í Skaftfelli verður boðið upp á uppákomu og sýningu á vegum listahópsins Skyr Lee Bob, sem í eru þau Erna Ómarsdóttir, Guðni Gunnarsson og Lieven Dousselaere. Þar sýna einnig verk sín listamennirnir Cristoph Büchel og Pétur Kristjánsson. Ljóst er af þessarri upptalningu að Austurland er síður en svo í menningarsvelti um þessar mundir; freistandi er fyrir íbúa annarra landshluta að láta áhyggjur af bensínverði lönd og leið og spæna austur í veisluna. Mest lesið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Listaverkefninu Ferðalag verður ýtt úr vör í dag, en um er að ræða framtak þriggja listastofnanna á Austurlandi í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík. Stofnanirnar eru Skaftfell - miðstöð menningar á Austurlandi, Sláturhús - Menningarsetur og Eiðar listasetur. Ferðalagi er ætlað að drífa áhorfendur með sér á vit hins ókunna og óvænta og leiða þá um hugmyndabanka þeirra listamanna sem taka þátt í verkefninu, með drjúgri viðkomu í hugskotum þeirra og sálarkimum. Þannig gefst áhorfendum kostur á að upplifa eftirminnilega listviðburði í fögru umhverfi og björtu vori á Austurlandi. En hverjir eru þessir listamenn sem veita dýrmæta innsýn í sálarkima sína? Á Eiðum sýna tveir listamenn verk sín, þeir Lennart Alves og Hrafnkell Sigurðsson. Þeir félagar eiga það sameiginlegt að vinna talsvert með ljósmyndir og því verður forvitnilegt að sjá hvort einhver samhljómur myndist á milli sýninga þeirra á Eiðum. Í Sláturhúsi-Menningarsetri má sjá verk eftir breska listamanninn Paul Harfleet, finnska hljóðlistamanninn Matti Saarinen og Söru Björnsdóttur. Þessir listamenn eiga það sameiginlegt að pólitískur undirtónn er í verkum þeirra, en að öðru leyti má vænta þess að sýningar þeirra verði talsvert ólíkar. Í Skaftfelli verður boðið upp á uppákomu og sýningu á vegum listahópsins Skyr Lee Bob, sem í eru þau Erna Ómarsdóttir, Guðni Gunnarsson og Lieven Dousselaere. Þar sýna einnig verk sín listamennirnir Cristoph Büchel og Pétur Kristjánsson. Ljóst er af þessarri upptalningu að Austurland er síður en svo í menningarsvelti um þessar mundir; freistandi er fyrir íbúa annarra landshluta að láta áhyggjur af bensínverði lönd og leið og spæna austur í veisluna.
Mest lesið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira