Gengi fasteignasjóðanna hrynur 11. júlí 2008 12:56 Höfuðstöðvar Fannie Mae. Mynd/AFP Gengi bréfa í fasteignasjóðunum Fannie Mae og Freddie Mac hafa fallið um helming fyrir upphaf viðskiptadagsins í dag. Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vísaði því á bug í gær að sjóðirnir væru að keyra í þrot og benti á að þeir væru of mikilvægir fyrir bandarískt efnahagslíf til að svo geti farið. Sjóðirnir njóta báðir stuðnings bandaríska ríkisins en bankar og aðrir fasteignalánveitendur vestanhafs leita til þeirra til eftir til útlána í fasteignaviðskiptum. Þær raddir hafa orðið æ hávarari að sjóðirnir eigi í miklum erfiðleikum en bandaríska dagblaðið Wall Street Journal sagði í vikunni að ráðamenn hafi fundað um stöðuna fyrir nokkru. Hafi meðal annars komið til álita að bandaríski seðlabankinn grípi inn í og kaupi skuldabréf sjóðanna sem tengist bandarískum fasteignalánum. Gengi Fannie Mae hefur nú fallið um 50 prósent í dag og stendur í 6,6 dölum á hlut. Það hefur ekki verið lægra síðan í nóvember árið 1990. Þá hefur gengi bréfa í Freddie Mac fallið um 42,5 prósent. Gengi sjóðsins stendur í 4,6 dölum á hlut og hefur ekki verið lægra síðan í byrjun árs 1991. Gengi bréfa í Fannie Mae stóð í 37,4 dölum á hlut um áramótin. Freddie Mac stóð í 27,9 dölum á hlut á sama tíma. Langstærstur hluti fallsins skall á í vikunni. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gengi bréfa í fasteignasjóðunum Fannie Mae og Freddie Mac hafa fallið um helming fyrir upphaf viðskiptadagsins í dag. Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vísaði því á bug í gær að sjóðirnir væru að keyra í þrot og benti á að þeir væru of mikilvægir fyrir bandarískt efnahagslíf til að svo geti farið. Sjóðirnir njóta báðir stuðnings bandaríska ríkisins en bankar og aðrir fasteignalánveitendur vestanhafs leita til þeirra til eftir til útlána í fasteignaviðskiptum. Þær raddir hafa orðið æ hávarari að sjóðirnir eigi í miklum erfiðleikum en bandaríska dagblaðið Wall Street Journal sagði í vikunni að ráðamenn hafi fundað um stöðuna fyrir nokkru. Hafi meðal annars komið til álita að bandaríski seðlabankinn grípi inn í og kaupi skuldabréf sjóðanna sem tengist bandarískum fasteignalánum. Gengi Fannie Mae hefur nú fallið um 50 prósent í dag og stendur í 6,6 dölum á hlut. Það hefur ekki verið lægra síðan í nóvember árið 1990. Þá hefur gengi bréfa í Freddie Mac fallið um 42,5 prósent. Gengi sjóðsins stendur í 4,6 dölum á hlut og hefur ekki verið lægra síðan í byrjun árs 1991. Gengi bréfa í Fannie Mae stóð í 37,4 dölum á hlut um áramótin. Freddie Mac stóð í 27,9 dölum á hlut á sama tíma. Langstærstur hluti fallsins skall á í vikunni.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira