Góð uppgjör keyrðu hlutabréfin upp 18. apríl 2008 20:04 Gott uppgjör bandaríska netleitarrisans Google og sæmilegt uppgjör Citigroup, stærsta banka Bandaríkjanna, ollu hækkanahrinu á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Fjárfestar telja að í uppgjörunum endurspeglist að nú sjái fyrir endann á lausafjárkrísunni. Hagnaður Google jókst um 30 prósent á fyrsta ársfjórðungi sem var þvert á spár en Citigroup afskrifaði helmingi upphæð úr efnahagsreikningi sínum en á síðasta fjórðungi í fyrra. Afskriftir á skuldabréfavafningum sem tengjast bandarískum undirmálslánum og af öðrum fjárfestingum námu 5,1 milljarði dala, jafnvirði tæpra 388 milljarða íslenskra króna. Afskriftir á síðasta ársfjórðungi í fyrra námu tíu milljörðum dala. Gengi hlutabréfa í Citigroup hækkaði um 4,5 prósent innan veggja fjármálahverfisins Wall Street í New York í dag en bréf Google ruku upp um rúm 20 prósent. Vikan var almennt ágæt, að mati fjármálasérfræðinga í samtali við fréttastofu Associated Press. Vitna þeir til þess að uppgjör Coke-Cola, íhlutarisans Intel og bandaríska fjárfestingarbankans JP Morgan, sem birt voru í vikunni, hafi öll verið yfir væntingum. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði um 1,81 prósent en Nasdaq-vísitalan, sem samanstendur af skráðum fyrirtækjum í tæknigeiranum, hækkaði um heil 2,61 prósent. Þá hækkaði S&P 500-vísitalan, sem samanstendur af 500 stærstu fyrirtækjum Bandaríkjanna, um 1,81 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Gott uppgjör bandaríska netleitarrisans Google og sæmilegt uppgjör Citigroup, stærsta banka Bandaríkjanna, ollu hækkanahrinu á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag. Fjárfestar telja að í uppgjörunum endurspeglist að nú sjái fyrir endann á lausafjárkrísunni. Hagnaður Google jókst um 30 prósent á fyrsta ársfjórðungi sem var þvert á spár en Citigroup afskrifaði helmingi upphæð úr efnahagsreikningi sínum en á síðasta fjórðungi í fyrra. Afskriftir á skuldabréfavafningum sem tengjast bandarískum undirmálslánum og af öðrum fjárfestingum námu 5,1 milljarði dala, jafnvirði tæpra 388 milljarða íslenskra króna. Afskriftir á síðasta ársfjórðungi í fyrra námu tíu milljörðum dala. Gengi hlutabréfa í Citigroup hækkaði um 4,5 prósent innan veggja fjármálahverfisins Wall Street í New York í dag en bréf Google ruku upp um rúm 20 prósent. Vikan var almennt ágæt, að mati fjármálasérfræðinga í samtali við fréttastofu Associated Press. Vitna þeir til þess að uppgjör Coke-Cola, íhlutarisans Intel og bandaríska fjárfestingarbankans JP Morgan, sem birt voru í vikunni, hafi öll verið yfir væntingum. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hækkaði um 1,81 prósent en Nasdaq-vísitalan, sem samanstendur af skráðum fyrirtækjum í tæknigeiranum, hækkaði um heil 2,61 prósent. Þá hækkaði S&P 500-vísitalan, sem samanstendur af 500 stærstu fyrirtækjum Bandaríkjanna, um 1,81 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira