Samstarf Williams og Baugs í hættu? 24. október 2008 11:37 Frank Williams hefur átt góð samskipti við íslenska stuðningsaðila síðustu misseri. Adam Parr hjá Williams segir að Formúlu 1 lið hafi sofnað á verðinum varðandi það að minnka kostnað keppnisliða í mótum. Hann segir stöðu Williams gagnvart Baugi óljósa sem stendur. Efnahagsþrengingar hafa haft áhrif víða og Formúla 1 hefur ekki farið varhluta af því. Mörg keppnislið óttast að missa auglýsingatekjur vegna efnhagskreppunar og forráðamenn liðanna hafa fundað um málið síðustu vikur. Talið er að hætta sé á því að auglýsendur dragi verulega saman seglin á næsta ári. Royal Bank of Scotland og Baugur Group hafa stutt dyggilega við Williams. Nokkur fyrirtæki innan Baugs Group hafa auglýst á bílum Williams síðustu misseri. "Ég veit ekki hvernig málin munu þróast með Baugi Group, en það eru viðskiptaaðilar innan þeirrar samsteypu sem auglýsa á bíl okkar. Það eru allt traust fyrirtæki í rekstri. Þess vegna var Philip Green tilbúinn að kaupa 2 miljarða í þeim. En hvað þetta þýðir fyrir okkur veit ég ekki", sagði Parr í samtali við Autosport vefsetrið. "Málið er að Baugur Group hefur unnið með bönkum sem eru í vandræðum og það er of snemmt að segja um hvernig málin munu þróast. En rekstur fyrirtækja Baugs hefur verið traustur", sagði Parr. Samstarf Williams og Baugs Group hefur verið mikið og Williams liðið hefur margsinnis komið hingað til lands til að kynna Formúlu 1. Mark Webber kom á vegum liðsinns, Nico Rosberg og Frank Williams kom einnig til landsins til kynningarstarfa. Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Grindavík - Tindastóll | Risauppgjör á toppnum Körfubolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Adam Parr hjá Williams segir að Formúlu 1 lið hafi sofnað á verðinum varðandi það að minnka kostnað keppnisliða í mótum. Hann segir stöðu Williams gagnvart Baugi óljósa sem stendur. Efnahagsþrengingar hafa haft áhrif víða og Formúla 1 hefur ekki farið varhluta af því. Mörg keppnislið óttast að missa auglýsingatekjur vegna efnhagskreppunar og forráðamenn liðanna hafa fundað um málið síðustu vikur. Talið er að hætta sé á því að auglýsendur dragi verulega saman seglin á næsta ári. Royal Bank of Scotland og Baugur Group hafa stutt dyggilega við Williams. Nokkur fyrirtæki innan Baugs Group hafa auglýst á bílum Williams síðustu misseri. "Ég veit ekki hvernig málin munu þróast með Baugi Group, en það eru viðskiptaaðilar innan þeirrar samsteypu sem auglýsa á bíl okkar. Það eru allt traust fyrirtæki í rekstri. Þess vegna var Philip Green tilbúinn að kaupa 2 miljarða í þeim. En hvað þetta þýðir fyrir okkur veit ég ekki", sagði Parr í samtali við Autosport vefsetrið. "Málið er að Baugur Group hefur unnið með bönkum sem eru í vandræðum og það er of snemmt að segja um hvernig málin munu þróast. En rekstur fyrirtækja Baugs hefur verið traustur", sagði Parr. Samstarf Williams og Baugs Group hefur verið mikið og Williams liðið hefur margsinnis komið hingað til lands til að kynna Formúlu 1. Mark Webber kom á vegum liðsinns, Nico Rosberg og Frank Williams kom einnig til landsins til kynningarstarfa.
Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Grindavík - Tindastóll | Risauppgjör á toppnum Körfubolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira