Woods: Verð ekki góður fyrr en 2010 30. september 2008 11:44 NordicPhotos/GettyImages Stjörnukylfingurinn Tiger Woods segist ekki eiga von á því að ná sér að fullu eftir hnéuppskurð fyrr en á keppnistímabilinu 2010. Woods er enn að ná sér eftir krossbandaaðgerð og hefur ekki spilað sínðan hann vann dramatiskan sigur á opna bandaríska meistaramótinu í júní í sumar. Woods segist ekki reikna með því að geta sveiflað golfkylfu á ný fyrr en í fyrsta lagi í janúar. "Það mun taka mig næstu 18 mánuði að fá 100% styrk í hnéð á ný, svo þetta verður tveggja ára tímabil sem ég verð frá mínu besta. Það er víst ekki hægt að flýta fyrir þessu ferli," sagði Woods. Hann vann 9 af þeim 12 mótum sem hann tók þátt í á árinu og segist hafa verið í sínu besta formi á ferlinum áður en hann þurfti að fara í aðgerðina. "Ég held að ég hafi aldrei leikið betur og þó ég hafi kannski unnið fleiri mót áður, held ég að ég hafi aldrei verið að keppa um sigur á eins mögum mótum og unnið eins mörg mót í röð og á þessum spretti. Þetta var góð rispa," sagði Woods. Þessi frábæri kylfingur hefur unnið 65 sigra á PGA mótaröðinni og aðeins Jack Nicklaus (73) og Sam Snead (82) hafa unnið fleiri sigra í sögunni. Golf Mest lesið Leeds - Liverpool | Starfið undir hjá Slot? Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Stjörnukylfingurinn Tiger Woods segist ekki eiga von á því að ná sér að fullu eftir hnéuppskurð fyrr en á keppnistímabilinu 2010. Woods er enn að ná sér eftir krossbandaaðgerð og hefur ekki spilað sínðan hann vann dramatiskan sigur á opna bandaríska meistaramótinu í júní í sumar. Woods segist ekki reikna með því að geta sveiflað golfkylfu á ný fyrr en í fyrsta lagi í janúar. "Það mun taka mig næstu 18 mánuði að fá 100% styrk í hnéð á ný, svo þetta verður tveggja ára tímabil sem ég verð frá mínu besta. Það er víst ekki hægt að flýta fyrir þessu ferli," sagði Woods. Hann vann 9 af þeim 12 mótum sem hann tók þátt í á árinu og segist hafa verið í sínu besta formi á ferlinum áður en hann þurfti að fara í aðgerðina. "Ég held að ég hafi aldrei leikið betur og þó ég hafi kannski unnið fleiri mót áður, held ég að ég hafi aldrei verið að keppa um sigur á eins mögum mótum og unnið eins mörg mót í röð og á þessum spretti. Þetta var góð rispa," sagði Woods. Þessi frábæri kylfingur hefur unnið 65 sigra á PGA mótaröðinni og aðeins Jack Nicklaus (73) og Sam Snead (82) hafa unnið fleiri sigra í sögunni.
Golf Mest lesið Leeds - Liverpool | Starfið undir hjá Slot? Enski boltinn Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira