Paulson þvertekur fyrir að til standi að bjarga Lehman 12. september 2008 14:08 Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna MYND/AFP Síðan í morgun hafa gengið orðrómar um að einkaframtakssjóðir (e. private equity firm) eða hugsanlega Bank of America myndu kaupa Lehman Brothers, að því tilskyldu að Seðlabanki Bandaríkjanna og ríkissjóður gangist í ábyrgðir fyrir eignir Lehman. Heimildamenn AP og Reuters staðhæfa hins vegar að Paulson hafi þvertekið fyrir að ríkið myndi koma með einhverjum hætti að yfirtöku Lehman. Reuters hefur eftir heimildarmanni sínum: "Það er tvennt sem skilur þetta ferli frá Bear Stearns. Í fyrsta lagi hefur markaðurinn um langt skeið vitað við hverju var að búast og því haft nægan tíma til að gera viðeigandi ráðstafanir. Í öðru lagi auðveldaði seðlabankinn fjármálastofnunum aðgang að fjármagni, sem átti að gera markaðnum kleift að takast á við áföll sem þetta á skipulegan máta." Stjórn Lehman hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa líkt og stjórnendur Fannie Mae og Freddie Mac ekki tekist á við vanda fyrirtækisins fyrr en allt var komið í óefni, heldur barið höfðinu við steininn og staðhæft lengst af að allt væri í stakasta lagi. Því hafi ekki verið gripið til nauðsynlegra aðhaldsaðgerða, afskrifta og endurfjármögnunar fyrr en allt of seint. Markaðir Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Síðan í morgun hafa gengið orðrómar um að einkaframtakssjóðir (e. private equity firm) eða hugsanlega Bank of America myndu kaupa Lehman Brothers, að því tilskyldu að Seðlabanki Bandaríkjanna og ríkissjóður gangist í ábyrgðir fyrir eignir Lehman. Heimildamenn AP og Reuters staðhæfa hins vegar að Paulson hafi þvertekið fyrir að ríkið myndi koma með einhverjum hætti að yfirtöku Lehman. Reuters hefur eftir heimildarmanni sínum: "Það er tvennt sem skilur þetta ferli frá Bear Stearns. Í fyrsta lagi hefur markaðurinn um langt skeið vitað við hverju var að búast og því haft nægan tíma til að gera viðeigandi ráðstafanir. Í öðru lagi auðveldaði seðlabankinn fjármálastofnunum aðgang að fjármagni, sem átti að gera markaðnum kleift að takast á við áföll sem þetta á skipulegan máta." Stjórn Lehman hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að hafa líkt og stjórnendur Fannie Mae og Freddie Mac ekki tekist á við vanda fyrirtækisins fyrr en allt var komið í óefni, heldur barið höfðinu við steininn og staðhæft lengst af að allt væri í stakasta lagi. Því hafi ekki verið gripið til nauðsynlegra aðhaldsaðgerða, afskrifta og endurfjármögnunar fyrr en allt of seint.
Markaðir Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira