Maður verður í fýlu í nokkra daga 10. nóvember 2008 13:55 Ari Freyr og félagar hjá Sundsvall féllu úr úrvalsdeildinni í gær Þeir Ari Freyr Skúlason og Hannes Þ. Sigurðsson máttu bíta í það súra epli að falla úr sænsku úrvalsdeildinni með liði sínu Sundsvall í gær. Vísir tók stöðuna á þeim Ara og Hannesi í dag og voru þeir báðir svekktir með niðurstöðuna eins og gefur að skilja. Þeir eiga báðir tvö ár eftir af samningi sínum við félagið, en segja óvissu ríkja með framhaldið. "Ég er mjög ánægður með þetta tímabil og fannst ég bæta mig mikið. Ég hef líka heyrt það frá fólki í kring um mig," sagði Ari Freyr sem spilaði 27 leiki með Sundsvall á leiktíðinnii. Hann tekur ekki sérlega vel í fara niður um deild með liðinu. "Það væri skref aftur á bak að fara niður um deild og mann langar auðvitað að halda áfram að spila á meðal þeirra bestu," sagði Ari Freyr. Hann segist hafa heyrt af áhuga annara félaga en segir ekki tímabært að ræða það að svo stöddu. Hannes Þ. Sigurðsson var líka súr yfir því að liðið félli niður um deild. "Það var leiðinlegt að tapa svona í gær en við klúðruðum þessu eiginlega í næst síðustu umferðinni. Núna verður maður í fýlu í nokkra daga en svo fer maður að skoða framhaldið," sagði Hannes, sem er ekki sérlega spenntur fyrir að spila í næstefstu deild frekar en Ari. "Ég á tvö ár eftir af samningnum og það liggur beinast við að klára hann, en við eigum eftir að setjast niður og skoðum hvað klúbburinn ætlar að gera. Það er auðvitað engin óskastaða að fara niður um deild," sagði Hannes og bætti við að sér líkaði vel í Svíþjóð og gæti vel hugsað sér að halda þar áfram. Sverrir Garðarsson spilaði einnig með Sundsvall þetta árið, en liðið endaði í næstneðsta sæti með tveimur stigum meira en botnlið Norrköping. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sjá meira
Þeir Ari Freyr Skúlason og Hannes Þ. Sigurðsson máttu bíta í það súra epli að falla úr sænsku úrvalsdeildinni með liði sínu Sundsvall í gær. Vísir tók stöðuna á þeim Ara og Hannesi í dag og voru þeir báðir svekktir með niðurstöðuna eins og gefur að skilja. Þeir eiga báðir tvö ár eftir af samningi sínum við félagið, en segja óvissu ríkja með framhaldið. "Ég er mjög ánægður með þetta tímabil og fannst ég bæta mig mikið. Ég hef líka heyrt það frá fólki í kring um mig," sagði Ari Freyr sem spilaði 27 leiki með Sundsvall á leiktíðinnii. Hann tekur ekki sérlega vel í fara niður um deild með liðinu. "Það væri skref aftur á bak að fara niður um deild og mann langar auðvitað að halda áfram að spila á meðal þeirra bestu," sagði Ari Freyr. Hann segist hafa heyrt af áhuga annara félaga en segir ekki tímabært að ræða það að svo stöddu. Hannes Þ. Sigurðsson var líka súr yfir því að liðið félli niður um deild. "Það var leiðinlegt að tapa svona í gær en við klúðruðum þessu eiginlega í næst síðustu umferðinni. Núna verður maður í fýlu í nokkra daga en svo fer maður að skoða framhaldið," sagði Hannes, sem er ekki sérlega spenntur fyrir að spila í næstefstu deild frekar en Ari. "Ég á tvö ár eftir af samningnum og það liggur beinast við að klára hann, en við eigum eftir að setjast niður og skoðum hvað klúbburinn ætlar að gera. Það er auðvitað engin óskastaða að fara niður um deild," sagði Hannes og bætti við að sér líkaði vel í Svíþjóð og gæti vel hugsað sér að halda þar áfram. Sverrir Garðarsson spilaði einnig með Sundsvall þetta árið, en liðið endaði í næstneðsta sæti með tveimur stigum meira en botnlið Norrköping.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Sjá meira