Rauður dagur í Bandaríkjunum 19. ágúst 2008 14:28 Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Bankinn hefur lækkað stýrivexti hratt síðasta árið til að blása lífi í einkaneyslu. Líklegt þykir að bankinn verði að hækka þá á ný til að draga úr verðbólgu. Mynd/AP Gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum hefur almennt lækkað í dag eftir birtingu talna sem sýndi að framleiðsluverð rauk upp um 1,2 prósent á milli mánaða í júlí. Það hefur ekki verið hærra í 27 ár. Þetta er sömuleiðis rúmlega tvöfalt meira en fjármálasérfræðingar höfðu spáð. Þeir höfðu reiknað með allt að 0,5 prósenta aukningu á milli mánaða. Kjarnahækkun nemur 0,7 prósentum og hefur ekki vaxið jafn mikið síðan í nóvember fyrir tæpum tveimur árum. Spáð hafði verið 0,2 prósenta hækkun. Á sama tíma drógust nýframkvæmdir á fasteignamarkaði saman á milli mánaða í síðasta mánuði og hafa ekki heyrst færri hamarshögg í sautján ár vestanhafs. Associated Press-fréttastofan segir vísbendingar um hækkun framleiðslukostnaðar, sem skýrist af hækkun raforkuverðs, binda hendur bandaríska seðlabankans. Bankinn hafi stefnt að því að halda stýrivöxtum lágum til að blása lífi í dræma einkaneyslu. Láti verðbólgudraugurinn hins vegar á sér kræla vegna hækkandi verðlags sé hætt við að bankinn verði nauðugur einn kosturinn að fara gegn vilja sínum og hækka stýrivextina. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hefur lækkað um 1,03 prósent það sem af er dags og Nasdaq-vísitalan um 0,95 prósent. Vísitölurnar lækkuðu talsvert í gær vegna slæmra frétta um hugsanlega slæma stöðu bandarískra fjármálafyrirtækja. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum hefur almennt lækkað í dag eftir birtingu talna sem sýndi að framleiðsluverð rauk upp um 1,2 prósent á milli mánaða í júlí. Það hefur ekki verið hærra í 27 ár. Þetta er sömuleiðis rúmlega tvöfalt meira en fjármálasérfræðingar höfðu spáð. Þeir höfðu reiknað með allt að 0,5 prósenta aukningu á milli mánaða. Kjarnahækkun nemur 0,7 prósentum og hefur ekki vaxið jafn mikið síðan í nóvember fyrir tæpum tveimur árum. Spáð hafði verið 0,2 prósenta hækkun. Á sama tíma drógust nýframkvæmdir á fasteignamarkaði saman á milli mánaða í síðasta mánuði og hafa ekki heyrst færri hamarshögg í sautján ár vestanhafs. Associated Press-fréttastofan segir vísbendingar um hækkun framleiðslukostnaðar, sem skýrist af hækkun raforkuverðs, binda hendur bandaríska seðlabankans. Bankinn hafi stefnt að því að halda stýrivöxtum lágum til að blása lífi í dræma einkaneyslu. Láti verðbólgudraugurinn hins vegar á sér kræla vegna hækkandi verðlags sé hætt við að bankinn verði nauðugur einn kosturinn að fara gegn vilja sínum og hækka stýrivextina. Dow Jones-hlutabréfavísitalan hefur lækkað um 1,03 prósent það sem af er dags og Nasdaq-vísitalan um 0,95 prósent. Vísitölurnar lækkuðu talsvert í gær vegna slæmra frétta um hugsanlega slæma stöðu bandarískra fjármálafyrirtækja.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Flýta sér hægt í leit að dagskrárstjóra Viðskipti innlent Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Bein útsending: UTmessan Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira