Boston tók forystu gegn Detroit 21. maí 2008 07:00 Kevin Garnett og félagar hafa tekið forystu í einvíginu gegn Detroit NordcPhotos/GettyImages Fyrsti leikurinn í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA fór fram í nótt. Boston vann nokkuð öruggan sigur á Detroit á heimavelli sínum 88-79. Boston var aðeins tveimur dögum áður búið að slá Cleveland út í oddaleik í undanúrslitum Austurdeildarinnar og því fengu Boston-menn ekki mikla hvíld fyrir leikinn í nótt. Það virtist ekki koma að sök því liðið náði fljótlega góðri forystu og hélt henni allt til leiksloka. Það var ekki síst fyrir sterkan varnarleik heimamanna sem sigurinn vannst, en varnarleikur Boston hefur verið magnaður í heimaleikjunum. Þetta var níundi sigur Boston í röð á heimavelli í úrslitakeppninni, en liðið hefur enn ekki unnið útileik. Leikmenn Detroit voru ef til vill dálítið ryðgaðir eftir að hafa ekki spilað í heila viku. Detroit sló Orlando út 4-1 í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Það var Paul Pierce sem dró vagninn fyrir Boston í oddaleiknum gegn Cleveland á sunnudagskvöldið, en í nótt var það Kevin Garnett sem setti tóninn í sóknarleiknum. Garnett var besti maður vallarins, skoraði 26 stig og hirti 9 fráköst. Paul Pierce skoraði 22 stig og Rajon Rondo skoraði 11 stig, gaf 7 stoðsendingar og stal 5 boltum. Tayshaun Prince skoraði 16 stig fyrir Detroit, Rip Hamilton skoraði 15 og Antonio McDyess skoraði 14 stig og hirti 11 fráköst. Rasheed Wallace var langt frá sínu besta og skoraði aðeins 11 stig og hitti úr 3 af 12 skotum sínum. Sömu sögu var að segja um leikstjórnandann Chauncey Billups, en hann skoraði aðeins 9 stig. Billups hafði ekki spilað í 10 daga eftir að hafa meiðst í einvíginu við Orlando. Tölfræði leiksins Annar leikur liðanna er í Boston annað kvöld. Meistararnir í vandræðum Fyrsti leikur LA Lakers og San Antonio Spurs í úrslitum Vesturdeildar fer fram í kvöld, en þar er hætt við því að meistarar San Antonio mæti nokkuð lúnir til leiks. San Antonio tryggði sér sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar með sigri á New Orleans í oddaleik í fyrrakvöld, en leikmenn liðsins lentu í þeirri óskemmtilegu lífsreynslu að þurfa að sofa um borð í flugvélinni nóttina eftir sigurinn í New Orleans. Vélin mátti ekki fara á loft vegna bilunar og því komust meistararnir ekki til Los Angeles fyrr en níu að staðartíma morguninn eftir New Orleans-leikinn. Annar leikur LA Lakers og San Antonio verður sýndur beint á Stöð 2 Sport á föstudagskvöldið. NBA Bloggið á Vísi NBA Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Fyrsti leikurinn í úrslitum Austurdeildarinnar í NBA fór fram í nótt. Boston vann nokkuð öruggan sigur á Detroit á heimavelli sínum 88-79. Boston var aðeins tveimur dögum áður búið að slá Cleveland út í oddaleik í undanúrslitum Austurdeildarinnar og því fengu Boston-menn ekki mikla hvíld fyrir leikinn í nótt. Það virtist ekki koma að sök því liðið náði fljótlega góðri forystu og hélt henni allt til leiksloka. Það var ekki síst fyrir sterkan varnarleik heimamanna sem sigurinn vannst, en varnarleikur Boston hefur verið magnaður í heimaleikjunum. Þetta var níundi sigur Boston í röð á heimavelli í úrslitakeppninni, en liðið hefur enn ekki unnið útileik. Leikmenn Detroit voru ef til vill dálítið ryðgaðir eftir að hafa ekki spilað í heila viku. Detroit sló Orlando út 4-1 í undanúrslitum Austurdeildarinnar. Það var Paul Pierce sem dró vagninn fyrir Boston í oddaleiknum gegn Cleveland á sunnudagskvöldið, en í nótt var það Kevin Garnett sem setti tóninn í sóknarleiknum. Garnett var besti maður vallarins, skoraði 26 stig og hirti 9 fráköst. Paul Pierce skoraði 22 stig og Rajon Rondo skoraði 11 stig, gaf 7 stoðsendingar og stal 5 boltum. Tayshaun Prince skoraði 16 stig fyrir Detroit, Rip Hamilton skoraði 15 og Antonio McDyess skoraði 14 stig og hirti 11 fráköst. Rasheed Wallace var langt frá sínu besta og skoraði aðeins 11 stig og hitti úr 3 af 12 skotum sínum. Sömu sögu var að segja um leikstjórnandann Chauncey Billups, en hann skoraði aðeins 9 stig. Billups hafði ekki spilað í 10 daga eftir að hafa meiðst í einvíginu við Orlando. Tölfræði leiksins Annar leikur liðanna er í Boston annað kvöld. Meistararnir í vandræðum Fyrsti leikur LA Lakers og San Antonio Spurs í úrslitum Vesturdeildar fer fram í kvöld, en þar er hætt við því að meistarar San Antonio mæti nokkuð lúnir til leiks. San Antonio tryggði sér sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar með sigri á New Orleans í oddaleik í fyrrakvöld, en leikmenn liðsins lentu í þeirri óskemmtilegu lífsreynslu að þurfa að sofa um borð í flugvélinni nóttina eftir sigurinn í New Orleans. Vélin mátti ekki fara á loft vegna bilunar og því komust meistararnir ekki til Los Angeles fyrr en níu að staðartíma morguninn eftir New Orleans-leikinn. Annar leikur LA Lakers og San Antonio verður sýndur beint á Stöð 2 Sport á föstudagskvöldið. NBA Bloggið á Vísi
NBA Mest lesið Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum